Nýjabrum verður á messustílnum í Neskirkju sunnudaginn 29. október. Nýr prestur messar og nýr kór syngur! Organistinn er sá sami og söfnuðurinn væntanlega líka.

Nýjabrum verður á messustílnum í Neskirkju sunnudaginn 29. október. Nýr prestur messar og nýr kór syngur. Organistinn er sá sami, söfnuðurinn væntanlega líka, en Guð er samur og nálægur!

Prestaskipti eru milli Ísafjarðar og Neskirkju í hálfan mánuð. Því messar sr. Magnús Erlingsson í Neskirkju þennan sunnudag en sr. Örn Bárður messar í Ísafjarðarkirkju.

Félagar úr Vox academica leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. María Vigdís Kjartansdóttir söngnemi syngur einsöng.

Barnastarfið byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið að loknum ritningarlestri og halda þar áfram sinni dagskrá.