Föstudagurinn í kyrruviku er langur og tilefnið ógnvekjandi. Í dagskrá í Neskirkju kl. 14 föstudaginn langa gefst tækifæri til að íhuga pínu Jesú Krists og manna á ýmsum öldum.

Föstudagurinn í kyrruviku er langur og tilefnið ógnvekjandi. Í dagskrá í Neskirkju kl. 14 föstudaginn langa gefst tækifæri til að íhuga pínu Jesú Krists og manna á ýmsum öldum.

Dagskráin nefnist „þjáning og lausnir“ og er flétta tónlistar, hugleiðinga, lestra úr Passíusálmum og píslarsögu guðspjallanna. Dagurinn verður langur og skelfilegur ef aðeins er staldrað við þjáninguna og ekki hugað líka að lausnum. Boðskapur kristninnar er lausnamiðaður og beinir sjónum og huga til páskanna.

Verið velkomin í Neskirkju, í hljómahaf og til íhugunar lífsviskunnar.