Hulda
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í samvinnu við Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Efnisskrá: Steingrímur Þórhallsson: Hulda (frumflutningur) Ludwig van Beethoven: Fiðlukonsert í D-dúr, opus 61. Stjórnandi: Oliver Kentish. Kórstjóri: Steingrímur Þórhallsson. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran. Einleikari á fiðlu: Hulda Jónsdóttir Verk Steingríms, Hulda, er samið fyrir kór, drengjakór, sópran og hljómsveit. Verkið er útskriftarverkefni Steingríms í [...]
Vorhátíð barnastarfs Neskirkju
Sunnudaginn 13. maí kl. 11 verður vorhátíð barnastarfsins haldin. Hátíðin hefst í fjölskylduguðsþjónustu inni í kirkjunni og færist svo út í garð þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur og meðlæti, hoppkastala og fleira. Barnakórar syngja í fjölskylduguðsþjónustunni, Sr. Ása Laufey og Sr. Steinunn þjóna, Steingrímur Þórhallsson spilar undir, [...]
Uppstigningardagur: Guðsþjónusta og kirkjukaffi
Guðþjónusta á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí, kl. 14.00. Prestar kirkjunnar þjóna og Hljómur, kór eldri borgara Neskirkju, syngur undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Veislukaffi á Torginu eftir guðsþjónustu.
Tónlist á Krossgötum
Krossgötur þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00. Áslaug Gunnarsdóttir, tónlistarkennari, leikur tónlist eftir tvær konur, Marianne Martinez (1744-1812) og Johanna Senfter (1879-1916). og kynnir höfundana. Kaffi og kruðerí!
Sr. Örn Bárður þjónar 6. maí – léttur hádegisverður og spjall
Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 6. maí. Sr. Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur Nessóknar, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá sr. Ásu Laufeyjar og félaga. Söngur, leikur og [...]
Vorferð í Kjósina
Miðvikudaginn 2. maí verður farið í vorferð á Krossgötum. Langt verður af stað frá kirkjunni í rútu kl. 13.00. Ferðinni er heitið í Kjósina og verða Reynivellir sérstaklega heimsóttir. Kaffiveitingar. Ferðin kosta 1000 kr. og er öllum opin.
Messa 28. apríl
Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Kaffisopi og samfélaga eftir messu á Torginu.
Krossgötur
Krossgötur þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.00. Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur: Halldór Laxness og Fjallræðufólkið. Hljómur kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Kaffiveitngar.
Messa og sunnudagaskóli 22. apríl
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjuskipinu og svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem Yrja, Katrín, Heba og Ari halda uppi gleðinni. Í messunni verða sungnir vor og sumarsálmar og umfjöllunarefnið er vonin. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og félagar úr kór Neskirkju syngja [...]
Bjartsýnisbusl Neskirkju
Við ætlum að fagna sumarkomunni með bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug kl. 10 n.k. fimmtudag, 19. apríl - sumardaginn fyrsta. Söngur, leikir og busl. Frábær fjölskylduskemmtun. Athugið að það verður frítt í sundlaugina frá kl. 9.-11.