Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 6. maí. Sr. Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur Nessóknar, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá sr. Ásu Laufeyjar og félaga. Söngur, leikur og sögur. Boðið verður upp á léttan hádegisverð að lokinni messu og þar segir sr. Örn Bárður frá því hvernig það er að þjóna í norsku kirkjunni en þangað flutti hann sig fyrir nokkrum árum. 

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar kl 10, á undan messu. Verið hjartanlega velkomin