Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Austurvöllur og Eyjar

Krossgötur miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis segir frá reynsu sinni af starfi fyrir Alþingi, æskuárum í Vetsmannaeyjum og fleiru. Kaffiveitingar.

By |25. nóvember 2014 09:20|

Kirkjuár og klerkur kvödd

Sameigninlegt upphaf barnastarfs og messu kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar úr hópi sóknarnefndarfólks. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari en þetta er síðasta messa hans í Neskirkju og því kveðjumessa. Sigurður Árni kom til starfa í Neskirkju árið 2004 en [...]

By |20. nóvember 2014 13:32|

Afmælistónleikar Steingríms 22. nóvember

6. desember næstkomandi verður Steingrímur Þórhallsson organisti fertugur. Af því tilefni verður blásið til tónleika þann 22. nóvember klukkan 17:00, í Neskirkju, og verða flutt tónsmíðar eingöngu eftir Steingrím. Flytjendur, auk Steingríms, verða Hallveig Rúnarsdóttir, Pamela De Sensi, Magnús Ragnarsson Melodia og Kór Neskirkju. Frumflutt verður nýtt verk fyrir kór [...]

By |19. nóvember 2014 15:58|

Clara Schuman

Krossgötur miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Clara Schuman er kunn í tónlistarsögunni. Áslaug Gunnarsdóttir, píanóleikari kemur og segir frá list og lífi Clöru og leikur verk eftir hana á flygilinn í kirkjunni. Kaffiveitingar.

By |18. nóvember 2014 11:47|

Fimmtafingur fimmtudagur

Á þessum sjöttu hádegistónleikum Steingríms, og þeim síðustu á þessari önn, er stafurinn B aftur á dagskrá. Á dagskrá er Nun kom der heiden heiland og Christ, der du blast Tag und licht eftir Bach, W. F. 1710 - 1784. Von himmel hoch og Prelúdía í C - dúr eftir Georg Böhm, 1661 - 1733 og [...]

By |18. nóvember 2014 10:12|

Án kirkjunnar væri íslenskan glötuð

„Eitt af því sem ógnar stöðu íslenskunnar í samtímanum er feimni við trúararf okkar í skólakerfinu og á ég þar ekki við trúboð, heldur uppfræðslu um kristindóm, kirkju og trúarlegt myndmál. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi er nær ólæs á hinn biblíulega arf og skilur jafnvel [...]

By |16. nóvember 2014 16:33|

Ashura hátíð í Neskirkju laugardag kl. 15.00

Þann 15. nóvember næstkomandi verður í Neskirkju haldin Ashura hátíð, sem er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem öllu jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir [...]

By |13. nóvember 2014 21:14|

Messa 16. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Stúlknakór Neskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea Ösp, Katrín Helga og Ari tónlistarmaður. Samfélag og kaffisopi á [...]

By |13. nóvember 2014 18:36|

Dr. Gunnar Kristjánsson í opnu húsi.

Áður auglýst dagskrá fellur niður í opnu húsi Neskirkju á miðvikudag en Dr. Gunnar Kristjánsson ætlar að hlaupa í skarðið og kynna nýútkomna bók sína um Martein Lúther er nefnist Svipmyndir úr Siðbótarsögu. Opið hús eldri borgara hefst kl. 13.30 og eru allir velkomnir. Umsjón hefur Sigurvin Lárus Jónsson.

By |10. nóvember 2014 11:59|

Messa 9. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameigninleg upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Sigurvin, Katrín, Ari og Oddur. Í lok messu verður tekið við framlögum til [...]

By |6. nóvember 2014 13:05|