Foreldramorgnar
Jólafundur foreldramorgnanna og sá síðasti á þessu misseri verður miðvikudaginn 13. desember. Sr. Sigurður Árni Þórðarson verður með jólahugvekju og gengið verður í kringum jólatréð. Herdís Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni hjá Lýðheilsustöð, fallar um slysavarnir barna.
Litli kórinn og Ellert
í Neskirkju verður síðasta opna hús eldri borgara fyrir jól miðvikudaginn 13 des. Kaffiveitingar verða á Torginu kl. 15 og síðan mun Ellert B. Schram sjá um efni. Litli kórinn syngur undir stjórn Ingu J. Backmann. Undirleikari Reynir Jónasson. […]
Þekkirðu lykilorðin tvö?
En hvað segir þá kirkjan okkar um endalokin og hinsta dóm? Hvernig mun okkur reiða af í þessu drama dóms og heimsslita? Verðum við dæmd af verkum okkar? Skiptir máli hversu margar jólagjafir ég gef, hve miklu ég eyði í gjafir og góðgerðir? Krefst dauðinn þess sem lífið lánaði í [...]
Messa 10. des. kl. 11 – Ótrúleg framtíðarsýn!
Textar sunnudagsins eru magnaðir! Viltu undirbúa þig? Lestu þá: Jesaja 35.1-10, Hebr 10.35-37 og Markúsarguðspjall 13.31-37. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffi og spjall eftir messu. Undirbúum jólin með því að sækja messur á aðventunni.
Gemsakrækir
Nýr jólasveinn virðist hafa verið á ferð í Neskirkju, þriðjudaginn 5. des. um kvöldmatarleytið og tekið forláta farsíma sóknarprestsins af Nokia E61 gerð sem er alhliða tölvusími. Í honum er dagbók og mikið af upplýsingum. Ef þú hittir kauða, láttu okkur þá vita.
Aðventan prófar lífið.
Ef þú hefur ekki tíma á aðventunni fyrir það, sem mestu máli skiptir, hefur þú aldrei tíma fyrir lífið. Lífshamingja undir ljósastaurum getur verið tál. Hugleiðing Sigurðar Árna 1. sunnudag í aðventu er hér.
Alfa-námskeið
Í kvöld, þriðjud. 5. des. kl. 19-22, verður lokasamvera Alfa-námskeiðs sem staðið hefur yfir frá því í byrjun október. Næsta námskeið (Alfa 2) hefst væntanlega í byrjun febrúar 2007.
Svefn og svefnvandamál ungbarna
Á næsta foreldramorgni, miðvikudaginn 6. desember, mun Ingibjörg Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur koma í heimsókn og fjalla um svefn og svefnvandamál ungbarna. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10.00.
Spes-hjálparstarf
Miðvikudaginn 6. desember mun Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, koma í Opið hús og segja frá hjálparstarfi Spes samtakanna í Afríku. Eins og venjulega eru kaffiveitingar kl. 15 en dagskráin hefst kl. 15.30. Dagskrá haustið 2006 er hægt að nálgast hér.
Leiðin til Betlehem
Við upphaf aðventu koma ungir og aldnir saman í Neskirkju og hefja förina til Betlehem. Í messunni 3. desember kl. 11 sjá fermingarbörnin um helgileik, barnakórinn syngur og einnig Litli kórinn, kór eldri borgara. Í messulok verða kerti seld til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. […]