Saltfiskur á föstu/dögum
Fjórði saltfiskdagurinn í Neskirkju, 16. mars kl. 12-13. Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við HÍ, verður sérstakur gestur og spjallar við matargesti. Máltíðin kostar kr. 1.200 og rennur hluti andvirðis hennar til líknarmála. Á sjöunda tug matargesta kom s.l. föstudag. Velkomin í suðrænan saltfisk í Neskirkju!
Fyrirgefning
Í Opnu húsi miðvikudaginn 14. mars mun Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðukona Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands fjallar um efnið Er eitthvað ófyrirgefanlegt?. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu.
Prédikun Arnar Bárðar 11. mars
Sáttmáli Guðs við þig. Þú getur nálgast texta prédikunarinnar hér, en því miður mistókst hljóðupptakan sem líka stóð til að birta á vefnum.
Messa 11. mars kl. 11
Líf og gleði ríkir í Neskirkju þar sem jafnan kemur saman góður hópur fólks hvern sunnudag. Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Messan hefst á skírn. Barnastarf á sama tíma.
Erfiðir textar næsta sunnudag
Á vefslóðinni hér að neðan er hægt að nálgast lexíu, pistil og guðspjall næsta sunnudags sem sóknarpresturinn er að glíma við. Hann sagði matargestum á Saltfiskdögum frá þessari glímu sinni við textana og að þeir gætu ásamt öðrum fengið að heyra afraksturinn í messunni n.k. sunnudag 11. mars kl. 11. [...]
Á sjöunda tug í saltfiski
Aðsóknarmet var slegið í dag á Saltfiskdögum í Neskirkju en á sjöunda tug mættu í mat og hlýddu á Ólaf Hannibalsson, blaðamann, flytja mjög fróðlegt erindi sem hann byggði á bók er hann þýddi og ber heitið Ævisaga þorsksins.Næsta föstudag, 16. mars, kemur dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við [...]
Saltfiskur á föstu/dögum
Þriðji saltfiskdagurinn í Neskirkju, 9. mars kl. 12-13. Ólafur Hannibalsson, þýðandi merkrar bókar um þorskinn, segir frá henni og fleiru. Máltíðin kostar kr. 1.200 og rennur hluti andvirðis hennar til líknarmála. Velkomin í suðrænan saltfisk í Neskirkju!
Foreldramorgnar
Miðvikudaginn 7. mars mun Herdís Stargaard koma í heimsókn á foreldramorgun og fjalla um slysavarnir barna. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga milli kl. 10 og 12 í safnaðarsal í kjallara kirkjunnar.
Trú og stjórnmál
Í Opnu húsi miðvikudaginn 7. mars mun dr. Svanur Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, ræða efnið Trú og stjórnmál á Íslandi á tuttugustu öld. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar kl. 15 með kaffiveitingum á Torginu.
Í eina sæng með páfa / Grænn grunur
Umræðan um sameiningarmál kirkna er í fullum gangi. Hér er pistill, Hótel mamma, sem Örn Bárður ritaði á annál sinn. Svo er þar annar pistill sem ber yfirskriftina Grænn grunur. Þú finnur pistlana hér.