Vel heppnað busl á sumardaginn fyrsta.
Rúmlega eitthundrað manns mættu í sund að morgni sumardagsins fyrsta en Vesturbæjarlaugin bauð öllum ókeypis í sund. Neskirkja, skátafélagið Ægisbúar og NeDó héldu utan um stundina og mikil ánægja var meðal sundlaugagesta með þessa uppákomu. Myndirnar eru bjartar, líkt og að þær séu teknar um hásumar en það var napurt [...]
Myndir af fermingarhópum Neskirkju
Áður en ferming hefst í Neskirkju staldrar hópurinn við í tröppunum í safnaðarheimilinu. Þar er tekin mynd og athöfn undirbúin. Nú er hægt að skoða myndir af hinum fimm fermingarhópum vorið 2007. […]
Leikskólar á fræðsludegi í Neskirkju
Á laugardaginn 14. apríl sóttu leikskólar í Neskirkjusókn og Dómkirkjusókn fræðsludag hér í kirkjunni og var samtals 18 leikskólum boðið. Dagurinn var vel sóttur og mikil ánægja var með þetta framtak. Við tókum fullt af myndum sem hægt er að skoða á myndasíðunni. […]
Japani, Kanadamaður og Jesús Kristur
Þegar búið var að klípa í manninn brutust gleðióp út og sorgarstjarfinn umpólaðist í hinn mesta fögnuð. Maðurinn hafði ekki risið upp úr gröf sinni, heldur úr sorg ættingja sinna. Prédikun Sigurðar Árna í morgunmessunni 15. apríl 2007.
Borðuðu með góðri samvisku á föstunni
Saltfiskdagar á föstu í Neskirkju tókust frábærlega. Sex föstudaga í röð var boðið upp á saltfiskrétti í hádeginu. […]
Tvær messur og fermt í þeirri síðari
Tvær messur verða í Neskirkju 15 apríl. Í morgunmessunni kl. 11 verður fjallað um Japana, Kanadabúa og Jesú Krist! Eftir hádegi kl. 13.30 verða síðan 16 ungmenni fermd, síðasti fermingarhópurinn þetta vorið. […]
Upprisinn er hann
Í barnamessu á páskadag var frumsýnd páskastuttmynd Krakkaklúbbsins sem ber heitið Upprisinn er hann Í myndinni léku börnin og túlkuðu píslarsögu Krists frá pálmasunnudegi til páskamorguns. […]
Að biðja fyrir öðrum
Fyrirbænamessur eru í Neskirkju alla miðvikudaga kl. 12.15. […]
Úr grjótinu
"Páskaboðskapurinn fjallar ekki um, að okkur verði bara hjálpað til að lifa eilíflega, hinum megin við gjá og grjót, heldur varðar líka að lifa vel nú - í þessu lífi." Prédikun Sigurðar Árna frá morgunmessu páskadags er undir þessari smellu.
Æfið upprisuna!
Páskaprédikun sr. Arnar Bárðar Jónssonar er hægt að lesa hér.