Messa kl. 11 og aftur kl. 14
Hefðbundin messa 6. maí kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og spjall eftir messu.Guðsþjónusta í samvinnu við Ísfirðingafélagið kl. 14, kaffisala að henni lokinni. […]
Minningarorð um Pétur Pétursson þul
Ræðu Arnar Bárðar Jónssonar, sem flutt var við útför Péturs í Dómkirkjunni 4. maí 2007, er hægt að nálgast hér.
Kirkjuvit frá London flutt inn
Ingibjörg, formaður, og Úrsúla, skrifstofustjóri Neskirkju, standa þarna við Big Ben. Þær voru í London til að ná í stórar hugmyndir fyrir starf safnaðarins! Reykjavíkurprófastsdæmi vestra efndi til ferðarinnar. Hugmyndirnar eru að spíra og blómstra kannski í sumar eða síðar. […]
Fermingar 2008 – skráning að hefjast
Það er að vísu talsverður tími í fermingar á næsta ári, en engu að síður er nú komið að undirbúningi þeirra! Skráning fermingarbarna Neskirkju hefst miðvikudaginn 9. maí í s. 511-1560. […]
Trúna strax
Er maðurinn ómótaður strípalingur, sem velur að vild af gildaborðum í kjörbúð lífsins? Hvað um trúarbrögðin, trúaruppeldi og að Jesús segist vera vegurinn, sannleikurinn og lífið? Prédikun sr. Sigurðar Árna 29. apríl er hér.
Vegurinn, sannleikurinn og lífið
Er hægt að ala börn upp í trúarlegu tómarúmi? Hvað um sannleika trúarbragða? Í prédikun næsta sunnudags verður fjallað um boðskap Jesú að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. […]
Nýtt á neskirkja.is
Nú er hægt að hlusta á prédikun sunnudagsins á vefnum eða lesa hana! Prédikun Arnar Bárðar frá 22. apríl 2007 er hér.
Skemmtileg leiksýning stoppleikhópsins
Eggert Kaaber leikari sló rækilega í gegn í sunnudagaskóla Neskirkju nú á sunnudaginn. Börnin sátu agndofa yfir leiksýningu hans sem byggir á sögu Kari Vinje, Við Guð erum vinir. Við tókum fullt af myndum sem komnar eru inn á myndasvæði barnastarfsins og þökkum Eggert kærlega fyrir komuna í sunnudagaskólann.
Leiksýning í sunnudagaskóla Neskirkju
Sunnudaginn 22. apríl kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju kl. 11 og sýnir leikritið Við Guð erum vinir, sem er byggt er á sögu Kari Vinje. Aðgangur að leiksýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. […]
Messa 22. apríl kl. 11
Hirðir og hjörð, himinn og jörð, svik og uppgjör, brostnar vonir og upprisa draumanna. Þetta eru þemu sem ræða mætti út frá textum sunnudagsins. […]