Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa kl. 11 og aftur kl. 14

Hefðbundin messa 6. maí kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og spjall eftir messu.Guðsþjónusta í samvinnu við Ísfirðingafélagið kl. 14, kaffisala að henni lokinni. […]

By |5. maí 2007 19:33|

Kirkjuvit frá London flutt inn

Ingibjörg, formaður, og Úrsúla, skrifstofustjóri Neskirkju, standa þarna við Big Ben. Þær voru í London til að ná í “stórar” hugmyndir fyrir starf safnaðarins! Reykjavíkurprófastsdæmi vestra efndi til ferðarinnar. Hugmyndirnar eru að spíra og blómstra kannski í sumar eða síðar. […]

By |3. maí 2007 20:49|

Trúna strax

Er maðurinn ómótaður strípalingur, sem velur að vild af gildaborðum í kjörbúð lífsins? Hvað um trúarbrögðin, trúaruppeldi og að Jesús segist vera vegurinn, sannleikurinn og lífið? Prédikun sr. Sigurðar Árna 29. apríl er hér.

By |30. apríl 2007 10:35|

Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Er hægt að ala börn upp í trúarlegu tómarúmi? Hvað um sannleika trúarbragða? Í prédikun næsta sunnudags verður fjallað um boðskap Jesú að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. […]

By |26. apríl 2007 14:57|

Nýtt á neskirkja.is

Nú er hægt að hlusta á prédikun sunnudagsins á vefnum eða lesa hana! Prédikun Arnar Bárðar frá 22. apríl 2007 er hér.

By |23. apríl 2007 00:00|

Skemmtileg leiksýning stoppleikhópsins

Eggert Kaaber leikari sló rækilega í gegn í sunnudagaskóla Neskirkju nú á sunnudaginn. Börnin sátu agndofa yfir leiksýningu hans sem byggir á sögu Kari Vinje, Við Guð erum vinir. Við tókum fullt af myndum sem komnar eru inn á myndasvæði barnastarfsins og þökkum Eggert kærlega fyrir komuna í sunnudagaskólann.

By |22. apríl 2007 00:00|

Leiksýning í sunnudagaskóla Neskirkju

Sunnudaginn 22. apríl kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju kl. 11 og sýnir leikritið “Við Guð erum vinir”, sem er byggt er á sögu Kari Vinje. Aðgangur að leiksýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. […]

By |20. apríl 2007 00:00|

Messa 22. apríl kl. 11

Hirðir og hjörð, himinn og jörð, svik og uppgjör, brostnar vonir og upprisa draumanna. Þetta eru þemu sem ræða mætti út frá textum sunnudagsins. […]

By |20. apríl 2007 00:00|