Sýning Hörpu Árnadóttur
Á annan í hvítasunnu, 9. júní kl. 18 opnar Harpa Árnadóttir sýningu sína, ,,Nú það er og aldrei meir/Now it is and never more" á Torginu í Neskirkju. Við byrjum í kirkjuskipinu með helgistund og förum að því loknu á Torgið þar sem gestir virða fyrir sér verkin og listakonan svarar [...]
Messa á hvítasunnudag
Hátíðarmessa á hvítasunnudag kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Messa 1. júní
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Messa sunnudaginn 25. maí
Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kaffi og spjall á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 25. maí kl. 9.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.
Vorhátíð barnastarfsins
Þann 18. maí fer hin árlega vorhátíð barnastarfsins fram. Hún hefst með fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem leiðtogar í barnastarfinu ásamt sr. Steinunni Arnrþrúði Björnsdóttur leiða. Steingrímur Þórhallsson organisti er við hljóðfærið. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms og Tinnu Sigurðardóttur. Að lokinni fjölskylduguðsþjónustu förum við út í garð. Þar verður [...]
Messa 12. apríl
Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sínum stað með söng og sögum. Að messu lokinni er samtal á Torginu um sýningu Þórdísar Jóhannesdóttur, Gerð þar sem listamaðurinn ræðir verkin við sr. Skúla S. Ólafsson, sem þjónar í messunni. [...]
Samtal um sýninguna GERÐ
Sunnudaginn 11. maí í kjölfar messunnar, kl. 12.00, ræðum við sýningu Þórdísar Jóhannesdóttur, Gerð. Listamaðurinn fjallar um verkin og sr. Skúli S. Ólafsson leiðir samtalið. Hér má lesa lýsingu Aldísar Arnardóttur á sýningunni: Gerð Allt á sér stað innan kerfis og í samhengi við eitthvað annað. Í gegnum trúarbragðasöguna hafa mælieiningar [...]
Messa 4. maí
Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, fyrrum Neskirkjuprestur, messar kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur sem er við hljóðfærið. Barnastarfið er á sínum stað með sögum og söng. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni.
Sigurð Breiðfjörð
Krossgötur mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Nýverið kom út bók eftir Óttar Guðmundsson lækni um Sigurð Breiðfjörð rímnaskáld og samskipti hans við helstu samtímamenn sína þar á meðal Jónas Hallgrímsson og aðra Fjölnismenn. Óttar og eiginkona hans Jóhanna Þórhallsdóttir, söngkona koma á Krossgötur og flytja þar dagskrá um ævi og [...]