Opið hús
Opið hús kl. 15. Sr. Þórhildur Ólafs sem nú þjónar í Neskirkju, er bæði prestur og prestsmaki.Hún mun segja frá sjálfri sér og lesa úr endurminningum frú Stefaníu Gissurardóttur. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Vel heppnað Landsmót æskulýðsfélaga.
Landsmót ÆSKÞ var haldið í Vestmannaeyjum síðastliðna helgi og voru 420 þátttakendur á mótinu. Farið var til Vestmannaeyja með Herjólfi á föstudögskvöldið og þar tók við látlaus dagskrá fram á miðjan dag á sunnudegi. Krakkarnir fengu að upplifa helgi Landakirkju, böll og kvöldvökur og fjölbreytt hópastarf þar þau gátu valið [...]
Messa 18. október
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Sögur, söngur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón María, Ævar og Andrea. Súpa, brauð, kaffi og samfélag eftir messu á [...]
Foreldramorgnar
Á foreldramorgni fimmtudaginn 15. október mun Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri frá Heimili og skóla koma í heimsókn. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 - 12.
Hvað er lánið í lífinu?
Í Opna húsinu miðvikudaginn 14. október mun Ingibjörg R. Guðmundsdóttir tala um lífið og þjóðlífið. Ingibjörg er varaforseti ASÍ og formaður sóknarnefndar Neskirkju. Opið hús byrjar kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu.
Samskot í messu til HK
Bestu þakkir til ykkar sem létuð fé af hendi rakna í messunum 4. og 11. okt. s.l. en þá söfnuðust kr. 76.093.- sem skilað hefur verið Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem þörfin er mikil.
Biðjum og styðjum. Bersynduga og þurfandi, illa lyktandi sem spariklædda.
Prédikun sunnudagsins 04. október sem flutt var af Sigurvini Jónssyni, umsjónarmanns barna- og unglingastarfs Neskirkju er nú aðgengileg á trú.is
Neskirkja bar sigur úr býtum á Þraukarakeppni ÆSKR
Það var öflugur hópur krakka úr æskulýðsfélaginu Fönix sem tók þátt í Þraukakeppni ÆSKR sl. fimmtudag en strákarnir úr hópnum skipuðu sigurliðið. Myndir af viðburðinum eru á myndasíðu BaUN en myndbandið inniheldur viðtöl við glaðbeitta sigurvegara.
Messa sunnudaginn 4. október
Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari ásamt Þórhildi Ólafs. Sigurvin Jónsson umsjónamaður barna- og unglingastarfs Neskirkju prédikar. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verða tekin samskot til styrktar innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Barnastarfið á sama tíma í umsjón í umsjón [...]
Gnægð mynda úr Barna- og Unglingastarfi Neskirkju
Á myndasíðu barnastarfsins er nú aðgengileg fjöldi mynda frá upphafi annarinnar. Frá Sunnudagaskólanum, skemmtilegum Fönix fundum, fordómafræðslu í Skálholti, haustlitaferð Krakkaklúbbsins og ferð Undralands, frístundaheimilis Grandaskóla, í Seltjarnarneskirkju. Njótið þess að bera baunaspírurnar í barnastarfinu augum. Sigurvin Jónsson umsjónarmaður BaUN.