Messa 8. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Sigurvin, María, Ari og fleiri leiða barnastarfið, söngur, sögur, brúður og gleði. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.
Foreldramorgunn – Áttu ungbarn?
Vertu velkomin/n á Foreldramorgunn í Neskirkju alla fimmtudagsmorgna kl. 10 - 12. Sjá dagskrá hér! Börnin geta sofið í vagni við salardyrnar eða látið fara vel um sig á dýnu innan dyra. Kaffi og meðlæti í samfélagi við aðrar mömmur og pabba. Sjáumst!
Opið hús 4. nóvember
Í Opna húsinu miðvikudaginn 4. nóvember mun Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, flytja erindið „Andleg sjálfsvörn“. Þar fjallar hann um leiðir til að vernda geðheilbrigði og varnir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.
Allra heilagra messa 1. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Látinna minnst. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ræðuna er hægt að lesa og hlusta á hér. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu, umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag [...]
Opið hús heimsækir Digraneskirkju í Kópavogi
Í Opna húsinu miðvikudaginn 28. október verður farið í heimsókn í Digraneskirkju í Kópavogi. Þar munu prestarnir Magnús Björn Björnsson og Yrsa Þórðardóttir taka á móti hópnum og segja frá kirkjunni, safnaðarstarfinu og hamingjuleiðinum í Kópavogi. Lagt verður af stað frá Neskirkju rúmlega 15.
Messa og barnastarf kl. 11
Messa og barnastarf sunnudaginn 25. október kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Séra Þórhildur Ólafs, prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju leiðir söng. Sigurvin, María, Ari og fleiri leiða barnastarfið. Súpa og brauð á Torginu eftir messu.
Myndir af Landsmóti liðinnar helgar.
Skemmtilegar myndir af landsmóti ÆSKÞ með 80´s undirleik.
Meira af Landsmóti ÆSKÞ
Ávextir Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar tínast nú inn á netið og er hægt að nálgast þá annarsvegar á landsmótssíðu ÆSKÞ, en þar eru m.a. geymdar hvatningar unglinganna til stofnanna og einstaklinga í íslensku samfélagi, og hinsvegar á myndasíðu BaUN sem nú skartar á 9. hundrað ljósmynda. Fönix hópurinn frá Neskirkju frumsamdi [...]
Jákvæð sálfræði
Jákvæð sálfræði, fræðslunámskeið kirkjunnar hófst þriðjudaginn 6. október. Námskeiðið verður einn þriðjudag í viðbót, 20. október og hefst kl. 18.00 og stendur til kl. 20.30. Jákvæð sálfræði er ný grein í sálfræði sem rannsakar á vísindalegan hátt hvaða leið er best að fara þegar fólk vill bæta líf sitt og blómstra. [...]
Fönix vann 1. verðlaun í stuttmyndasamkeppni.
Á Landsmóti ÆSKÞ s.l. helgi var haldin stuttmyndasamkeppni og voru 5 kirkjur sem sendu myndir í keppnina. Framlag Neskirkju, stuttmyndin Siffi!, Siffi!!, Siffi!!!, hlaut fyrstu verðlaun og æskulýðsfélagið fékk bikar að launum sem nú prýðir æskulýðsherbergi Neskirkju. Hinir myndirnar má sjá á Youtube.