Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Opið hús

Miðvikudaginn 12. maí mun Friðrik Á. Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni koma í heimsókn og segja frá starfi sínu og samskiptum við viðskiptavini. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |11. maí 2010 10:33|

Uppstigningardagur – guðsþjónusta kl. 14

Fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag, verður haldin guðsþjónusta í Neskirkju kl. 14. Litli-kórinn, kór eldri borgara, syngur. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu í boði sóknarinnar. Eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir!

By |10. maí 2010 23:01|

Bréf á borði æskulýðsfulltrúans…

Þessi peningur á að renna til hjálparstarfs kirkjunnar. Við erum tvær átta ára stelpur í 3.C Melaskóla og héldum tombólu fyrir utan Melabúðina og söfnuðum 710 krónum. Kær kveðja. Nanna og Þorbjörg. Gangi ykkur vel að hjálpa 😉 Kærar þakkir stúlkur - það er sannarlega dýrmætt að sjá hvað þið [...]

By |10. maí 2010 10:09|

Messa 9. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Barnakórinn, Stúlknakórinn og Kór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson organisti og Björn Thorarensen. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Líf og fjör í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, veitingar og kökubasar á vegum Kórs Neskirkju á Torginu [...]

By |7. maí 2010 16:19|

Messa 2. maí

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Líf og fjör í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi eftir messu á Torginu. Ræðu Arnar Bárðar er [...]

By |30. apríl 2010 11:25|

Sjö leiðtogar frá Neskirkju útskrifast úr Farskólanum

Þann 24. mars s.l. útskrifuðust 7 stúlkur úr Farskóla leiðtogaefna en þær hafa sótt skólann í allan vetur. Farskólinn er vettvangur fyrir leiðtogaefni innan kirkjunnar til að öðlast fræðslu og þjálfun en samhliða skólanum hafa stúlkurnar aðstoðað í öllu barnastarfi Neskirkju. Kirkjan okkar er sannarlega rík af efnilegu ungu fólki. [...]

By |27. apríl 2010 11:21|

Opið hús miðvikudaginn 28. apríl

Við förum í heimsókn Útvarpshúsið, litumst um innanhúss, fræðumst um sögu ríkisútvarpsins, upptökur, útsendingar og dagskrárgerð. Steinþór Ingi tekur á móti okkur og leiðir okkur um húsið í Efstaleitinu. Opna húsið byrja með kaffiveitingum kl. 15 á Torgi Neskirkju.

By |27. apríl 2010 09:30|

Messa 25. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Samfélag, súpa, brauð og kaffi eftir messu á Torginu.

By |23. apríl 2010 13:10|

Bjartsýnisbusl á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta mun barna- og unglingastarf Neskirkju sjá um dagskrá í Sundlaug Vesturbæjar sem ber heitið Bjartsýnisbusl. Ari Agnarsson mun spila vorlög á harmonikku og sunnudagaskólaleiðtogar munu flytja stuttar hugleiðingar um vonina og vorið. Í lok stundar munu síðan unglingar frá Neskirkju stýra leikjum í grunnu lauginni. Ókeypis verður [...]

By |20. apríl 2010 12:03|