Fréttir

Ömmu og afa messa

Ömmu og afa messa kl. 11. Yngri og eldri barnakórar Neskirkju syngja ásamt Hljómi, kór eldri borgara í Neskirkju. Stjórnendur eru Jóhanna Halldórsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Sögustund og hugleiðing. Umsjón Margrét Heba Atladóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sem þjónar fyrir altari. Ari Agnarsson situr við hljóðfærið. Ávextir og kruðirí, kaffi og gott á kirkjutorgi [...]

By |2017-10-12T11:26:27+00:0012. október 2017 11:26|

Legið yfir Lúther

Á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 í október verður haldið námskeið þar sem fjallað verður um Mareinn Lúther í tilefni af 500 ára afmæli siðaskiptanna. Fyrsta kvöldið, 10. október ber yfirskriftina: Gramsað í kolli Lúthers. Hvað var gamalt og hvað var nýtt í þessari guðfræði? Fjallað verður um helstu kenningar hans sem draga má fram í slagorðum siðaskiptanna: Ritningin [...]

By |2017-10-09T08:56:26+00:009. október 2017 08:56|

Bersögli og sannsögli

Krossgötur þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Í framhaldi af eftirminnilegri myndlistarsýningu á Torginu síðasta vetur ræðir Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona, hvernig listamaðurinn tjáir hugmyndir sínar um lífið í öllum sínum margbreytileika.

By |2017-10-09T08:42:30+00:009. október 2017 08:42|

Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10

Foreldrar með börn eru boðnir velkomnir í Neskirkju alla þriðjudaga kl. 10 - 12 á Foreldramorgna. Í boði er kaffi og meðlæti, leikföng og góð aðstaða til að hitta aðra foreldra í hverfinu og spjalla saman. Engin formleg dagskrá er að jafnaði heldur er áhersla lögð á samfélagið. Gæðastund alla þriðjudagsmorgna. Umsjón hefur Nína Agnarsdóttir.

By |2017-10-09T08:46:33+00:006. október 2017 10:57|

Messa 8. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gagn og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi eftir messu á Torginu.

By |2017-10-05T12:07:49+00:005. október 2017 12:07|

La Vita e Bella: Lífið er fagurt!

Krossgötur þriðjudaginn 3. október kl. 13.00. Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og Steingrímur Þórhallsson, organisti skemmta okkur með tónum, söng og gamanmálum. Heitur matur er á boðstólnum í hádeginu gegn vægu gjaldi. Dagskráinn hefst kl. 13. og auðvita er boðið upp á kaffi og kruðerí!

By |2017-10-02T08:27:02+00:002. október 2017 08:26|

Um snúning himintunglanna

Samtal um sýningu Mörtu Maríu, Um snúning himintunglanna, fer fram að lokinni messu 1. október. Þá mun Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlistarmaður, sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri ræða verkin. Skúli S. Ólafsson stýrir dagskránni.

By |2017-09-28T13:35:54+00:0028. september 2017 13:35|

Messa 1. október

Messa og barnastarf. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gagn og gaman í barnastarfinu. Umsjón Steinunn Arnþrúður, Katrín og Ari. Samtal um sýningu Mörtu Maríu, Um snúning himintunglanna, fer fram að lokinni messu. Aðalheiður Valgeirsdóttir, listfræðingur, fjallar um verkin. Kaffisopi og samfélag á Torginu.

By |2017-09-28T13:29:19+00:0028. september 2017 13:29|

Legið yfir Lúther

Í október verður haldið námskeið og sýnt leikrit í tilefni af 500 ára afmæli siðaskiptanna. Stoppleikhópurinn sýnir leikverk, sem fjallar um æskuár Lúthers og spurt hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi, sunnudaginn 10. október kl. 16.00. Í kjölfarið verður námskeið fjögur þriðjudagskvöld og hefjast þau kl. 20.00. Sjá [...]

By |2017-09-28T12:40:30+00:0028. september 2017 12:39|

Ferð að Bessastöðum

Þriðjudaginn 26. september verður haldið að Bessastöðum þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tekur á móti hópnum. Farið verður með rútu frá Neskirkju. Krossgötur eru alla þriðjudaga kl. 13.00. Boðið er upp á fjölbreyta dagskrá í allan vetur. Í hádeginu áður en dagskráin hefst er á boðstólum súpa og brauð gegn vægu gjaldi.

By |2017-09-25T12:52:25+00:0025. september 2017 12:52|