Fréttir

Látinna ástvina minnst við messu

Sunnudaginn 5. nóvember verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Í messunni verða lestrar allra heilagra messu lesnir og ljós tendruð í minningu látinna ástvina. Félagar úr kór Neskirkju syngja við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn verður í umsjón Katrínar Helgu Ágústsdóttur, Margrétar Hebu Atladóttur og Ara Agnarssonar.  Þar verður [...]

By |2017-11-02T12:11:26+00:002. nóvember 2017 12:11|

Bach & Co á þriðjudögum (Tríó dögum)

Á þriðjudag 31. okóber kl. 12.00 verður í boði tríó sóanta númer tvö eftir meistara Bach. Einnig verður frumflutt á Íslandi Tríó sónata eftir Gottfried Henrich Stölzel (1690 - 1749). Fjallað verður aðeins um líf hans en þess má geta að hann tengdist Leipzig og hitti meðal annars Vivaldi á Ítalíu. Við orgelið situr að [...]

By |2017-10-30T09:15:49+00:0030. október 2017 09:12|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 31. október kl. 13. 95 kirkjuhurðir. Rúnar Reynisson hefur tekið myndir af 95 kirkjuhurðum víða um Ísland í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá því að Lúther festi upp mótmælaspjöld sín á kirkjuhurðina í Wittenberg. Hann leiðir okkur í gegnum sýninguna sem verður á Torginu. Kaffiveitingar. Í hádeginu er boðið upp á [...]

By |2017-10-30T09:03:17+00:0030. október 2017 09:03|

Messa 29. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Sr. Skúli S. Ólafsoon. Söngur og gleið í sunnudagaskólanum sem er í umsjá Ásu Laufeyjar, Katrínar og Ara. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2017-10-27T09:09:19+00:0027. október 2017 09:09|

Legið yfir Lúther

Þriðjudagur 24. október kl. 20:00. 500 árum síðar: Hvað er að vera lúthersk? Sagt frá starfi Lútherska heimsambandsins sem er í hópi öflugustu hjálparsamtaka í heimi. Gestur kvöldsins er Magnea Sverrisdóttir fulltrúi þjóðkirkjunnar hjá þeim samtökum. Kaffi á könnunni!

By |2017-10-23T16:28:59+00:0023. október 2017 16:28|

Háttsemi og aðrar lystisemdir

Krossgötur þriðjudaginn 24. október kl. 13.00. Albert Eiríksson, matarbloggari og herramaður fjallar um mannasiði og matseld á lifandi og skemmtilegan hátt eins og honum einum er lagið. Bænastund í hádeginu og súpa á sanngjörnu verði.

By |2017-10-23T10:14:06+00:0023. október 2017 10:10|

Messa og sunnudagaskóli

Messa kl. 11. Efni messunnar: Þegar hulunni er lyft af augum okkar. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en færist svo yfir í safnaðarheimilið. Söngur og sögur í umsjón Yrju Kristinsdóttur og Ara Agnarssonar. Hressing og samfélag á kirkjutorginu eftir messu.

By |2017-10-19T12:00:13+00:0019. október 2017 11:43|

Bach & Co á þriðjudögum (Tríó dögum)

Bach orgeltónleikaröð hefst á ný á þriðjudaginn, 17. október, og verður í annari hverri viku fram í desember. Tríó sónata no. 1 í Eb verður fyrst á dagskrá ásamt einhverju örðu góðgæti. Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 12 og standa í um 25 mínútur. Við orgelið situr auðvita Steingrímur Þórhallsson organisti. Frábær súpa í safnaðarheimilinu [...]

By |2017-10-16T10:17:11+00:0016. október 2017 10:17|

Harpa á heimsmælikvarða

Harpan er afburða tónlistar- og ráðstefnuhöll. Nýskipaður framkvæmdarstjóri hennar, Svanhildur Konráðsdóttir, kynnir framtíðarsýn hússins og stefnumál. Kaffiveitngar. Í hádeginu og boðið upp á súpu á vægu verði!

By |2017-10-16T10:01:28+00:0016. október 2017 10:01|

Leikrit um Lúther

Sunnudagur 15. október kl. 14:00 verður sýnt leikrit um Lúther. Verkið fjallar um æskuár Lúthers og spurt hvers vegna hann setti fram gagnrýni á kaþólsku kirkjuna sem á þeim tíma þótti óhugsandi. Stoppleikhópurinn flytur verkið eftir handriti, í leikgerð og leikstjórn Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er ætlað fullorðnum og eldri börnum. Valgeir Skagfjörð, Eggert A. [...]

By |2017-10-12T12:52:27+00:0012. október 2017 12:52|