Gamlárskvöld
Aftansöngur kl. 18. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Aftansöngur kl. 18. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Jólastund barnanna kl. 16. Helgistund fyrir börn og fjölskyldur. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Helgileikur með búningum verður settur á svið með viðstöddum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir dagskrána ásamt starfsfólki barnastarfsins. Stundin styttir börnunum biðina og öll lifum við okkur inn í gleði og hátíð jólanna.
Aftansöngur kl. 18. Hallveig Rúnarsdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Prestar eru sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson sem prédikar.
Söngvar á jólanótt kl. 23.30. Sungnir verða jólasálmar og vonartextar Biblíunar lesnir. Háskólakórinn syngur og leiðir söng undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir leiðir stundina. Stund sem færir okkur kyrrð og helgi jólanætur eftir gleði og glaum kvöldsins.
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, gleði og gaman í barnastarfinu. Umsjón hafa sr. Steinunn Arnþrúður og Ari. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.
Krossgötur þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Áslaug fyltur tónlist að eigin vali. Ekki þarf að kynna fyrir fastagestum á Krossgötum, framlag hennar. Hún kemur alltaf með eitthvað fróðlegt og áheyrilegt og setur okkur inn í heim tónlistarinnar.
Aðventu- og ljósahátíð kl. 20. Kór Neskirkju og Drengjakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent við HÍ, flytur hugleiðingu. Fermingarbörn lesa og lýsa upp stundina. Súkkulaði og piparkökur verða í boði eftir athöfnina og þá verður hægt að kaupa friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar kirkjunnar leiða stundina.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórar Neskirkju syngja undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiða stundina ásamt starfsfólki barnastarfs. Við flygilinn verður Ari Agnarsson. Aðventuhressing eftir guðsþjónustuna.
Neskirkja býður börnum í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla í Vesturbænum, ásamt foreldrum, á aðventuhátíð í kirkjunni fimmtudaginn 7. desember kl. 17.30. Þar verður bæði hátíðleiki og skemmtun, aðventuljós, söngur og jólasaga. Töframaðurinn Jón Víðis bregður á leik og Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Aðventuveitingar á kirkjutorgi eftir samveruna. Umsjón hafa prestar og [...]
Krossgötur þriðjudaginn 5. desember kl. 13. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Þátttakendur í starfi eldri borgara á Vesturgötu koma í heimsókn. Heitt súkkulaði og kruðerí!