Fréttir

Pílagrímsganga

Krossgötur þriðjudaginn 26. október kl. 13.00. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir ferðasögur frá pílagrímsgöngu til Santiago de Compostella. Kaffiveitingar.

By |2021-10-25T10:32:13+00:0025. október 2021 10:31|

Kunnum við að syrgja?

Ólafur Teitur Guðnason, höfundur bókarinnar Meyjarmissir, verður gestur á fræðslukvöldi í Neskirkju þann 24. október kl. 20. Tilefnið er sýning Hallgríms Helgasonar: „Það þarf að kenna fólki að deyja“ Sýningin stendur yfir í safnaðarheimili Neskirkju. Ólafur Teitur fjallar um reynslu sína og sorg í tengslum við andlát eiginkonu sinnar Engilbjartar Auðunsdóttur en bók hans, Meyjarmissir, [...]

By |2021-10-24T10:28:19+00:0024. október 2021 10:23|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 24. október

Guðsjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni en svo fara börnin í safnaðarheimilið. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildu Maríu Sigurðardóttur. Sögur, leikur og söngur við undirleik Ara Agnarssonar. Hressing á torginu eftir stundirnar.

By |2021-10-21T07:48:35+00:0021. október 2021 07:48|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 19. október kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um spámanninn Esekíel sem varð vitni að eyðileggingu Jerúsalemborgar og blés kappi í fólk með framtíðarsýn sinni um endurreisn musterisins. Kaffiveitingar.

By |2021-10-17T10:51:41+00:0017. október 2021 10:51|

Sunnudagurinn 17. október

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organist Gunnstein Ólafsson. Söngur, sögur, gleði og leikir í barnastarfinu. Umsjón Ari, Hilda og Kristrún. Kaffisopi og samfélag á Torginu.

By |2021-10-13T11:16:18+00:0013. október 2021 11:16|

Friður sé með yður

Við stöðvum tímann í Neskirkju alla miðvikudaga kl. 17.30-18.00 og eigum saman slökunar- og næðisstund þar sem slökkvum á  símunum og öllu áreiti. Umsjón Birgir Jóakimsson jógakennari. Allir eru hjartanlega velkomnir!

By |2021-10-13T11:14:34+00:0013. október 2021 11:14|

Ljónatemjarinn

Krossgötur þriðjudaginn 12. október kl. 13. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um Daníel spámann úr Gamla testamentinu, en við syngjum gjarnan um hugprýði hans í sunnudagaskólanum en víst verður fróðlegt að glugga í ritið sem við hann er kennt. Kaffiveitngar.

By |2021-10-11T11:29:21+00:0011. október 2021 11:29|

Guðsþjónusta 10. október

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00. Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, opnar sýninguna “Það þarf að kenna fólki að deyja” að lokinni guðsþjónustu. Séra Skúli S. Ólafsson þjónar fyrir altari og ræðir sýninguna í predikun. Lára Bryndís Eggertsdóttir er við hljóðfærið og félagar úr Kór Neskirkju syngja. Sögur, sögur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir [...]

By |2021-10-07T11:49:27+00:007. október 2021 11:44|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 5. október. Dr. Jón Ásgeir Siguvinnsson héraðsprestur fjallar um  spámmenn í Gamla testamenndinu. Að vanda er boðið upp á ljúffengar kaffiveitngar. Umsjón með starfinu hefur sr. Skúli S. Ólafsson.

By |2021-10-04T12:35:10+00:004. október 2021 12:35|

Haukar tveir

Sunnudagskvöldið 3. október er Skammdegisbirta í Neskirkju. Dagskráin hefst í kirkjuskipinu þar sem Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur tónlist og segir frá. Í framhaldi er gengið í safnaðarheimili þar sem boðið er upp á súpu og víntár gegn frjálsum framlögum. Þar segir Páll Haukur Björnsson myndlistarmaður frá sýningunni sem er á Torginu. Haukur Ingvarsson ljóðskáld [...]

By |2021-09-30T10:29:39+00:0030. september 2021 10:29|