Fréttir

Upphaf aðventu í Neskirkju

Klukkan 11 er hátíðarguðsþjónusta og barnastarf við upphaf aðventu og nýs kirkjuárs. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða almennan söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið er í safnaðarheimilinu og er gengið beint þangað inn. Umsjón hafa Kristrún Guðmundsdóttir og [...]

By |2021-11-25T12:51:03+00:0025. nóvember 2021 12:20|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13:00. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stundina. Gestur er Andrés Jónsson almannatengill sem talar um mannleg samskipti í mörgum blæbrigðum þeirra. Kaffiveitingar.

By |2021-11-21T12:05:06+00:0021. nóvember 2021 12:03|

Sunnudagurinn 21. nóvember

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Kristrún, Hilda og Ari. Guðsþjónustugestir ganga inn um kirkjudyr en sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili og ganga þátttakendur beint þar inn. Við leggjum áherslu á smitvarnir og minnum á grímur [...]

By |2021-11-18T08:54:23+00:0018. nóvember 2021 08:54|

Krossgötur

Þriðjudaginn 16. nóvember verður farið í heimsókn í Hjálpræðisherinn. Við kynninum þeirra merkilega starf og skoðum ekki síður merkilegt hús þeirra! Kaffiveitingar.

By |2021-11-15T11:34:21+00:0015. nóvember 2021 11:34|

Samkomutakmarkanir 14. nóv – barnakór frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta þátttöku barnakórs í messu sunnudagsins. Guðsþjónusta verður þó að venju í kirkjunni. Sunnudagaskólinn verður alfarið í safnaðarheimili. Við leggjum áherslu á smitvarnir og minnum á grímur og metraregluna. Spritt á staðnum.  

By |2021-11-12T16:47:12+00:0012. nóvember 2021 16:47|

Barnakór Neskirkju syngur í guðsþjónustu

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni þar sem Barnakór Neskirkju syngur auk félaga úr kirkjukór Neskirkju sem syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólanum stýrir Kristrún Guðmundsdóttir með Ara Agnarssyni sem leikur undir söng. Samfélag og hressing á Torginu eftir stundirnar.

By |2021-11-11T12:02:33+00:0011. nóvember 2021 12:02|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar áfram um Jón biskup Vídalín og reiðilestra hans. Einnig fjallar hann aðeins um Hjálpræðisherinn en farið verður í heimskókn til þeirra þriðjudaginn 16. nóvember. Kaffiveitinga.

By |2021-11-08T09:07:43+00:008. nóvember 2021 09:05|

Sunnudagurinn 7. nóvember

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2021-11-04T14:25:02+00:004. nóvember 2021 14:25|

Jón biskup Vídalín

Krossgötur þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um biskupinn og höfundinn Jón Vídalín tvo næstu þriðjudaga. Fyrra skiptið greinir hann frá litríkum æviferli. Kaffiveitingar.

By |2021-11-01T10:43:07+00:001. nóvember 2021 10:43|

Allra heilagra messa

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á Allra heilagra messu. Kirkjugestir tendra kerti til minningar um látna ástvini. Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir syngur einsöng. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimilinu. Söngur, sögur og gleði undir stjórn Hrafnhildar Guðmundsdóttur og [...]

By |2021-10-28T09:05:01+00:0028. október 2021 08:45|