Tónleikar kl. 17 á Allra heilagra messu
Á Allra heilagra messu, þann 6. nóvember, flytur Kór Neskirkju Sálumessu (Requiem) eftir Gabriel Fauré í Neskirkju kl. 17. Tónleikarnir eru ókeypis. Auk Sálumessunnar verða flutt nokkur önnur verk sem eiga við á Allra heilagra messu, þegar látinna er minnst og kerti tendruð í bænarhug. Stjórnandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Einsöngvarar eru Ragnhildur D. Þórólfsdóttir [...]