Fréttir

Slökun og íhugun

Krossgötur þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Birgir Jóakimsson, jógakennari, stendur fyrir vikulegum samverum í Neskirkju þar sem hann leiðir strekkta samborgara í gegnum djúpslökun og núvitund. Hann ræðir þessi mál við leyfir okkur að finna á eigin skinni hversu gott það er að hvíla hugann og sálina. Samveran verður inn í kirkju en kaffiveitingar verða bornar [...]

By |2023-02-05T10:04:01+00:005. febrúar 2023 10:03|

Messa og listamannaspjall

Messa og barnastaf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngu, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Að lokinni messu, verður listamannaspjall um sýninguna Skil | Skjól sem nú stendur yfir í safnaðarheimili Neskirkju. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir listamaður segja [...]

By |2023-02-03T16:26:47+00:003. febrúar 2023 16:26|

Listamannaspjall um sýninguna Skil I Skjól

Sunnudaginn 5. febrúar kl. 12, að lokinni messu, sem hefst kl. 11.00, verður haldið listamannaspjall um sýninguna Skil | Skjól sem nú stendur yfir í safnaðarheimili Neskirkju. Þá mun Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir listamaður segja frá verkum sínum á sýningunni, vinnuferli og efnistökum sýningarinnar ásamt Völu Pálsdóttur, sýningarstjóra sýningarinnar sem leiðir spjallið. Tímamót, kaflaskil, veðramót, vatnaskil, umskipti, [...]

By |2023-01-30T14:52:34+00:0030. janúar 2023 14:52|

Verðum við ekki kristið samfélag?

Krossgötur þriðjudaginn 31. janúar kl. 13.00. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju. Þjóðfélagsbreytingar á Íslandi og á Norðurlöndum, nokkrar breytur og þýðing þeirra. Steinunn Arnþrúður hefur meðal annars tekið þátt í rannsóknum um málefni norrænu þjóðkirknanna. Kaffiveitingar.

By |2023-01-30T10:05:32+00:0030. janúar 2023 10:05|

Messa 29. janúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Í messunni syngja félagar úr Kór Neskirkju og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskóla er söngur, sögur og gleði. Hann er í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir. Samfélag og hressing á [...]

By |2023-01-26T13:56:50+00:0026. janúar 2023 13:55|

Hvað er hollt að borða?

Krossgötur þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.00. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ. Ekki vantar leiðbeiningarnar og kúrana þegar kemur að mataræði fólks og venjum. Anna Sigríður er sérfróð á þessu sviði og hefur meðal annars unnið sjónvarpsþætti þar sem hún ræðir hollustu og næringu.

By |2023-01-23T09:51:53+00:0023. janúar 2023 09:51|

Messa sunnudaginn 22. janúar

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffiveitingar og samfélag á Torginu eftir messu.

By |2023-01-19T12:54:05+00:0019. janúar 2023 12:54|

Fjórar glæpasögur

Krossgötur þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.00. Fjórar glæpasögur 1671-1701. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ segir frá sakamálum frá 17. öld og setur þau í samhengi við réttarfar og tíðaranda á þeim tíma. Kaffiveitingar.

By |2023-01-16T08:31:30+00:0016. janúar 2023 08:31|

Messa sunnudaginn 15. janúar

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallsonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum er leikur, söngur og sögur í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur, Hrafnhildar Guðmundsdóttur og Ara Agnarssonar sem leikur undir. Hressing og samfélag á torginu að loknum stundunum.

By |2023-01-11T15:25:36+00:0011. janúar 2023 15:25|

Guðmundur góði

Krossgötur þriðjudaginn 10. janúar. Skúli S. Ólafsson, prestur í Neskirkju. Skúli segir frá þessum nafntogaða biskupi sem vígði ýmis náttúrufyrirbæri einkum vatnslindir, lagði sig fram um að sinna bágstöddum og tókst á við veraldlegt vald. Kaffiveitingar.

By |2023-01-05T11:31:27+00:005. janúar 2023 11:31|