Fréttir

HMJG?

Hver mundi afstaða Krists vera til stríðsins í Írak, aföku Saddams, til homma og lesbía, til kvótamálsins, málefna eldri borgara, tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, . . . . Hvað mundi Jesús gera?Úr prédikun Arnar Bárðar á nýársdag:

By |2007-01-01T15:29:13+00:001. janúar 2007 15:29|

Gleiðligt nýtt ár í Jesú nafni!

NýársdagurHátíðarmessa kl. 14. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur. Einsöngvari Hrólfur Sæmundsson.

By |2007-01-01T08:47:34+00:001. janúar 2007 08:47|

Ár og tár

Lífið er til unaðar en ekki til dauða. Ytri rammi lífsins verður að vera traustur til að líf ið megi blómstra, smáblóm lífsins geri meira en að undirbúa dauðann. Hugleiðing Sigurðar Árna á gamlársköldi - smellið á Ár og tár.

By |2006-12-31T19:08:30+00:0031. desember 2006 19:08|

Áramótin í Neskirkju

Ertu tímamótamanneskja? Þetta er nú dálítið tvíræð spurning og gæti ýtt undir mikilmennskukennd hjá einhverjum. Sú er ekki ætlunin heldur er meiningin með henni þessi: Viltu halda upp á tímamótin í lífi þínu? […]

By |2006-12-28T20:43:44+00:0028. desember 2006 20:43|

Stefánsdagur frumvotts og píslarvætti nú á dögum

Við þekkjum orðið píslarvottur helst af fréttum um múslima sem sprengja sjálfa sig í loft upp [. . .] Að gefa slíkum athöfnum nafnið píslarvætti er umdeilt innan islam og stenst engan veginn kristnar skilgreiningar. . .Úr prédikun Arnar Bárðar á 2. í jólum sem er hér:

By |2006-12-26T15:22:15+00:0026. desember 2006 15:22|

Lykill að hinu heilaga

Guðspjallssagan er eins og lykill, sem opnar skrána að heilögu rými, sem við þorum stundum að kíkja inn í á jólum. Dýpst ristir í okkur þráin að nálgast eitthvað stórkostlegt, upplifa undur lífsins - og það getum við nefnt hið heilaga. Prédikun Sigurðar Árna á jólanótt er hér.

By |2006-12-25T02:44:17+00:0025. desember 2006 02:44|

Heimsljós og Tate

Eru jólin þín sýning, sem varir aðeins um tíma? Tekur þú svo niður stjörnur og ljós og pakkar þér, jólabarninu í þér og dýpstu tilfinningum þínum niður í pakka, sem bíður næstu jóla? Prédikun Sigurðar Árna á jóladag er aðgengileg með því að smella á orðið Heimljós og Tate.

By |2006-12-25T00:00:00+00:0025. desember 2006 00:00|

Prédikun sr. Arnar Bárðar á aðfangadag

Enn er þörf fyrir boðskap barnsins frá Betlehem og börn samtímans þarfnast elsku okkar sem nærist af elsku Jesú Krists. Það erum blikur í á lofti í samtímanum. Börnin okkar eru að mörgu leyti berskjölduð fyrir andelgum hroða og eitri sem ausið er yfir þau af markaðsöflum sem hafa fá eða engin siðferðisviðmið. Og fjölmiðlarnir, [...]

By |2006-12-24T19:18:59+00:0024. desember 2006 19:18|

Jólin í Neskirkju

Að venju verður helgihaldið ríkulegt yfir jólahátíðina. Á aðfangadag verða þrjár athafnir í Neskirkju, jólastund barnanna, aftansöngur og messa á jólanótt. Hátíðarmessur verða á jóladag og annan í jólum. Hin árlega jólakemmtun barnastarfsins verður einnig á annan í jólum. […]

By |2006-12-24T00:00:00+00:0024. desember 2006 00:00|