Fréttir

Allt sem ég þarf raunverulega að vita, lærði ég í leikskólanum…

Á fræðsludegi fyrir leikskóla sem haldinn var í Neskirkju 14. apríl síðastliðinn deildi sr. Petrína Mjöll með okkur hugleiðingu eftir Robert Fulghum um mikilvægi þess sem maður lærir í leikskólanum. Þetta er fallegur boðskapur sem lyftir upp mikilvægu starfi leikskólanna og minnir okkur á að missa ekki sjónar á því einfalda í lífinu. [...]

By |2007-05-11T13:52:10+00:0011. maí 2007 13:52|

Vorhátíð Krakkaklúbbsins

Krakkaklúbbur Neskirkju hélt í gær uppskeruhátíð til að fagna starfinu í vetur. Við fórum saman í keilu í öskjuhlíð og komum síðan aftur í kirkjuna til að grilla pulsur og drekka Föntu í góða veðrinu. Eftir starfið liggja meðal annars þrjár stuttmyndir sem allar byggja á Nýja testamentinu og þeirra veglegust er páskamyndin okkar. Við [...]

By |2007-05-11T12:02:57+00:0011. maí 2007 12:02|

Lögin í sunnudagaskólanum

Að ósk foreldris í sunnudagaskólanum setjum við hér þau lög sem við erum að syngja þessa síðustu daga barnastarfsins. Það er yndislegt að syngja sálma og barnasöngva með börnum sínum og mæli ég sérstaklega með Sálmabók barnanna sem inniheldur óteljandi perlur. […]

By |2007-05-07T09:41:31+00:007. maí 2007 09:41|

Messa kl. 11 og aftur kl. 14

Hefðbundin messa 6. maí kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kaffi og spjall eftir messu.Guðsþjónusta í samvinnu við Ísfirðingafélagið kl. 14, kaffisala að henni lokinni. […]

By |2007-05-05T19:33:31+00:005. maí 2007 19:33|

Kirkjuvit frá London flutt inn

Ingibjörg, formaður, og Úrsúla, skrifstofustjóri Neskirkju, standa þarna við Big Ben. Þær voru í London til að ná í “stórar” hugmyndir fyrir starf safnaðarins! Reykjavíkurprófastsdæmi vestra efndi til ferðarinnar. Hugmyndirnar eru að spíra og blómstra kannski í sumar eða síðar. […]

By |2007-05-03T20:49:20+00:003. maí 2007 20:49|

Trúna strax

Er maðurinn ómótaður strípalingur, sem velur að vild af gildaborðum í kjörbúð lífsins? Hvað um trúarbrögðin, trúaruppeldi og að Jesús segist vera vegurinn, sannleikurinn og lífið? Prédikun sr. Sigurðar Árna 29. apríl er hér.

By |2007-04-30T10:35:49+00:0030. apríl 2007 10:35|

Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Er hægt að ala börn upp í trúarlegu tómarúmi? Hvað um sannleika trúarbragða? Í prédikun næsta sunnudags verður fjallað um boðskap Jesú að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. […]

By |2007-04-26T14:57:09+00:0026. apríl 2007 14:57|

Nýtt á neskirkja.is

Nú er hægt að hlusta á prédikun sunnudagsins á vefnum eða lesa hana! Prédikun Arnar Bárðar frá 22. apríl 2007 er hér.

By |2007-04-23T00:00:00+00:0023. apríl 2007 00:00|