Fréttir

Vín og ljúfir tónar

Föstudagur 30. nóvember kl. 20 mun barrokkhópurinn Rinascente ver með tónleika undir yfirskriftinni "Vín og ljúfir tónar" í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður flutt tónlist eftir Bach, Muffat og tvær einsöngskantötur eftir G. F. Händel. Kantöturnar samdi Händel á Ítalíuárum sínum og til þess að skapa rétta stemningu verður "Vín og matur" með vínkynningu á ítölskum [...]

By |2007-11-29T00:00:00+00:0029. nóvember 2007 00:00|

Opið hús

Í Opnu húsi n.k. miðvikudag, 28. nóvembar, mun Ari Trausti Guðmundsson náttúrufræðingur, ferðamaður og rithöfundur fræða um stjörnuhimininn. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |2007-11-27T10:24:38+00:0027. nóvember 2007 10:24|

Byltingin staðfest – messuhópar að störfum

Kirkja er fjölskylda og allir hafa hlutverk. Merk nýung varð í sögu Nessafnaðar í messunni 25. nóvember. Fyrsti messuhópurinn þjónaði við messuna. Byltingin í messuhaldi varð fyrir löngu í Neskirkju varðandi þátttöku leikmanna. Nú er hún staðfest með formlegum þjónustuhópum. […]

By |2007-11-26T00:00:00+00:0026. nóvember 2007 00:00|

Krísa á dómsdegi

Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar og dómsdagur er núna! Að vera í krísu hjá Kristi er, að mega fara “yfir um” - til lífsins. Prédikun sr. Sigurðar Árna á síðasta sunnudegi kirkjuársins, 25. nóvember 2007, er á bak við þessa smellu.

By |2007-11-26T00:00:00+00:0026. nóvember 2007 00:00|

Dómsdagur

Á síðasta sunnudegi kirkjuársins eru nokkrir dómsdagstextar Biblíunnar til íhugunar. Litli kórinn, kór eldri borgara syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Thoma. Er dómsdagsefnið skran úreltrar heimsmyndar eða efni fyrir nútíð og framtíð? Messan hefst kl. 11. […]

By |2007-11-24T08:28:29+00:0024. nóvember 2007 08:28|

Passionale

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 17 mun tríó skipað Pamelu De Sensi flautuleikara, Martin Frewer fiðluleikara og Sophie Schoonjans hörpuleikara flytja ástríðufulla tónlist ættaða frá Frakklandi og Spáni undir yfirskriftinni „Passionale“. Þess má geta að þau koma hvert frá sínu landinu, Ítalíu, Belgíu og Englandi en eru öll búsett á Íslandi og verður spennandi að sjá [...]

By |2007-11-23T00:00:00+00:0023. nóvember 2007 00:00|

Sungið frá hjartanu

Jón Þorsteinsson tenór og Hörður Áskelsson orgelleikari kom fram á tónleikum föstudaginn 23. nóvember en þeir félagar hafa lengi starfað saman. Þeir munu flytja tíu sálma af hljómdiskinum „Ó, Jesú, að mér snú“ sem nýverið kom út og hefur hlotið mikið lof. Einnig munu þeir flytja fimm „Geistliche Lieder“ eftir J. S. Bach. Miðaverð 1.000 [...]

By |2007-11-21T00:00:00+00:0021. nóvember 2007 00:00|

Opið hús

Gestur í Opinu húsi miðvikudaginn 21. nóvember er dr. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, sem talar um Torfhildi Hólm og skáldskap hennar. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |2007-11-21T00:00:00+00:0021. nóvember 2007 00:00|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 22. nóvember kemur hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi í heimsókn og fjallar um matarræði ungbarna. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10.

By |2007-11-19T00:00:00+00:0019. nóvember 2007 00:00|

Messa 18. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur og brúður. Kaffi á Torginu eftir messu.Ræðuna sem ber yfirskriftina „Endurkoma Krists og andleg olíukreppa“ er hægt að nálgast með því að [...]

By |2007-11-16T20:25:03+00:0016. nóvember 2007 20:25|