Jólatónleikar Kórs Neskirkju
Sunnudaginn 7. desember kl. 17.00 verða jólatónleikar Kórs Neskirkju í kirkjunni. Einsöngvari á tónleikanum er Gissur Páll Gissurarsson tenór. Undirleikari Magnús Ragnarson og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju. Á efnisskránni eru jólalög og sálmar úr ýmsum áttum. Miðaverð kr. 1.500 en 1.000 kr í forsölu á skrifstofu Neskirkju. […]