Fréttir

Messa á sjómannadaginn 6. júní kl. 11

Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur, organisti, Steingrímur Þórhallsson, sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi á Torginu eftir messu. Kórinn verður fullskipaður og syngur fyrir söfnuðinn áður en hann heldur í söngför til Ítalíu á mánudag.

By |2010-06-05T11:52:37+00:005. júní 2010 11:52|

Kór Neskirkju – tónleikar

Kór Neskirkju heldur tónleika í Kristskirkju, Landakoti, miðvikudagskvöldið 2. júní kl. 20:00 Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af tónleikaferð kórsins til Suður-Ítalíu og verður efnisskrá fyrirhugaðra tónleika á Ítalíu flutt í Kristskirkju. Tónleikaferð Kórs Neskirkju stendur frá 7. til 14. júní. Haldnir verða þrennir tónleikar í borgunum Tropea, Lamezia Terme og Gerace og eru þeir allir hluti [...]

By |2010-06-01T10:40:59+00:001. júní 2010 10:40|

Sunnudagurinn 30. maí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Þórhildi Ólafs. Messuþjónar aðstoða. Aðalsafnaðarfundur Nessafnaðar kl. 12.20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf Messa á vegum Ísfirðingafélagsins og Félags Álft- og Seyðfirðinga kl. 14. Sönghópur Vesfirðinga leiðir söng. Organisti Bjartur Guðnasson. Sr. Örn [...]

By |2010-05-28T10:08:22+00:0028. maí 2010 10:08|

Hvítasunna í Neskirkju

Hvítasunnudagur, 23. maí: Hátíðarmessa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu. Ræðu Arnar „Hvít er sú þrá“ er hægt að lesa hér og hlusta á. Annar í hvítasunnu, 24. maí: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju [...]

By |2010-05-21T10:47:58+00:0021. maí 2010 10:47|

Ætlar þú að fermast næsta vor?

Skráning á fermingardaga næsta vor er hafin og eru þrír fermingardagar sem hægt er að velja úr. Til að skrá ungmenni er hægt að senda tölvupóst á netfangið runar@neskirkja.is eða hringja í 511-1560 kl. 09.00-14.00 alla virka daga. Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna má nálgast með því að fylgja krækjunni að neðan. Fermingar vorið 2011 Sunnudaginn [...]

By |2010-05-20T11:02:18+00:0020. maí 2010 11:02|

Vorferð Sunnudagaskólans og grill, grill, grill.

Vorið er komið og barnastarf Neskirkju er að fagna uppskeru vetrarins. Í síðustu viku voru grillaðar pylsur í öllu barnastarfi kirkjunnar og síðasta sunnudag fór Sunnudagaskólinn í vorferð á sveitabæinn Bjarteyjarsand á Hvalfjarðarströnd. Á Bjarteyjarsandi fengu börnin að klappa lömbum, naggrísum, hundum og hestum en Kátur kanína leyfði fáum að klóra sér frekar en í [...]

By |2017-04-26T12:23:47+00:0019. maí 2010 11:03|

Opið hús miðvikudaginn 19. maí

Við heimsækjum Sólheima í Grímsnesi. Sr. Birgir Thomsen tekur á móti okkur í Sólheimakirkju, sýnir okkur vinnustofur og kertagerðina. Sr Birgir segir okkur frá fjölbreyttri starfssemi Sólheima og Sesselju, hugsjónakonunni sem ótrauð beitti sér fyrir því að starf var hafið á Sólheimum. Sölvi í Brekkukoti tekur á móti okkur í kaffi. Lagt verður af stað [...]

By |2010-05-18T12:19:50+00:0018. maí 2010 12:19|

Messa 16. maí

Messa og vorferð barnastarfsins kl. 11. Sameiginlegt upphaf en síðan halda börnin út í vorið! Fermd verður Laufey Svafa Rúnarsdóttir, Holtsgötu 21. Flautuhópurinn Kósí leikur undir stjórn Pamelu De Sensi. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Bjarni Jónatansson. Sr. Toshiki Toma prédikar. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og veitingar [...]

By |2010-05-13T14:17:07+00:0013. maí 2010 14:17|

Vorferð Sunnudagaskólans 16. maí.

Sunnudagaskóli vetrarins hefur verið vel sóttur og sunnudaginn 16 maí verður honum slitið með vorferð. Sunnudagaskólinn hefst í messu safnaðarins kl. 11 en síðan fara börn og fullorðnir í rútur og förinni haldið á sveitabæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Á Bjarteyjarsandi eru fjölmörg dýr sem að börnin geta klappað og við ætlum að grilla saman í [...]

By |2017-04-26T12:23:47+00:0011. maí 2010 10:35|

Opið hús

Miðvikudaginn 12. maí mun Friðrik Á. Guðmundsson kaupmaður í Melabúðinni koma í heimsókn og segja frá starfi sínu og samskiptum við viðskiptavini. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |2010-05-11T10:33:46+00:0011. maí 2010 10:33|