Fréttir

Tónleikar Kórs Neskirkju á aðventu

Messa í D-dúr eftir Antonín Dvořák verður flutt í Neskirkju sunnudaginn 5. desember kl. 17:00. Flytjendur: Kór Neskirkju, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, Hlöðver Sigurðsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi og á orgel leikur Kári Þormar. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson. Miðar seldir við inngang og í forsölu hjá félögum í Kór Neskirkju. Miðaverð kr. 1.500 (kr. [...]

By |2010-12-05T09:42:06+00:005. desember 2010 09:42|

Útför Ingibjargar R Guðmundsdóttur 1949-2010

Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir formaður sóknarnefndar Neskirkju verður jarðsungin 3. desember 2010 kl. 13 frá Neskirkju. Ingibjörg kom víða við á starfsævi sinni. Hún var formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna í mörg ár og til æviloka, varaforseti ASÍ um árabil og í skólastjórn Verslunarskóla Íslands. Hún var heilsteypt manneskja og trú í störfum sínum. Samstarfsfólk Neskirkju kveður [...]

By |2017-04-26T12:23:46+00:002. desember 2010 21:17|

Aðventugleði í opnu húsi

Miðvikudaginn 1. desember verður síðasta opna hús eldri borgara í Neskirkju á þessu ári. Dr. Arnfríður Guðmundsson, prófessor, kemur í heimsókn og segir frá bókunum sem hún gefur út á þessu ári. Sigurvin Jónsson segir frá Panov frænda og Lilja Sólveig Kristjánsdóttir minnist bernskujóla í Svarfaðardal fyrir áttatíu árum. Jólagleði eldri borgara verður síðan miðvikudaginn [...]

By |2010-11-29T21:30:35+00:0029. nóvember 2010 21:30|

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédkikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi á Torginu eftir messu.

By |2010-11-27T12:42:14+00:0027. nóvember 2010 12:42|

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir látin

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir er látin, 61 árs að aldri. Ingibjörg var var formaður sóknarnefndar Neskirkju, formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og var um skeið varaforseti Alþýðusambands Íslands. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 3. desember kl. 13. […]

By |2017-04-26T12:23:47+00:0025. nóvember 2010 21:05|

Opið hús miðvikudaginn 24. nóvember

Opið hús kl. 15. Marteinn Lúther. Prestarnir María Ágústsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segja frá siðbótarmanninum og sýna myndir frá Lúthersslóðum. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |2010-11-23T13:25:43+00:0023. nóvember 2010 13:25|

Messa 21. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Stúlknakórinn syngur. Nanna Halldóra Imsland syngur einsöng. Stjórnandi og organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Eftir messu mun Arnfríður og listakonan [...]

By |2010-11-18T12:00:52+00:0018. nóvember 2010 12:00|

Opið hús 17. nóvember

Opið hús kl. 15. Keltar, kristni og Íslendingar. Sr. Gunnþór Ingason er manna fróðastur um Kelta, papa og náttúruvænar trúarhugmyndir þeirra. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Sjá haust dagskrá hér!

By |2010-11-16T11:59:05+00:0016. nóvember 2010 11:59|

Kirkjulax

Þegar dimmir, kreppir að, margt verður mótdrægt í samfélagi Íslendinga er ljómandi að snúa bökum saman og halda veislu i kirkjunni. Starfsfólk Neskirkju, sjálfboðaliðar s.s. fólk i kórum og ráðum, efndi til vetrarhátíðar 11. nóvember. Hópur fólks eldaði, aðrir sáu um dagskrá, skreytingar og skemmtiatriði. Þessi samfélagshátíð efldi hug, kynni og veitti ljósi inn í [...]

By |2017-04-26T12:23:47+00:0015. nóvember 2010 14:13|

Messa 14. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Andrea og Ari. Samfélag, veitingar og kaffi.

By |2010-11-11T11:22:15+00:0011. nóvember 2010 11:22|