Jólagleði eldri borgara
Miðvikudaginn 29. desember kl. 15 verður jólagleði eldri borgara. Litli kórinn syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Kaffiveitingar frá kl. 15.
Miðvikudaginn 29. desember kl. 15 verður jólagleði eldri borgara. Litli kórinn syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Kaffiveitingar frá kl. 15.
24. desember - Aðfangadagur Jólastund barnanna kl. 16.00 Aftansöngur kl. 18.00 Sálmasöngvar á jólanótt - miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30 25. desember - Jóladagur Hátíðarmessa kl. 14.00 26. desember - Annar í jólum Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Nánari dagskrá!
Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Ari og Andrea. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Í dag, 15. desember, eru liðin 70 ár frá því fyrsti presturinn, sr. Jón Thorarnesen var kjörinn til starfa í Nessöfnuði og þjónaði honum í 32 ár. Sr. Frank M Halldórsson þjónaði allra presta lengst eða yfir fjörutíu ár. Nessöfnuður er eldri kirkjuhúsinu og munar 17 árum. Dómkirkjusöfnuðinum var skipt upp og í fjóra hluta [...]
Kór Neskirkju, Barna- og Stúlknakór Neskirkju og Raddbandafélag Reykjavíkur syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Pamela De Sensi leikur á flautu. Davíð Þór Jónsson flytur hugvekju. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Örn Bárður Jónsson.
Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofnar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir.
Hin árlega Ljósamessa verður sunnudaginn 12. des. kl. 11. Væntanleg fermingarbörn lesa aðventutexta og tendra ljós, fara með bænir og „taka utan um“ söfnuðinn á táknrænan hátt. Börnin sem sækja barnastarfið verða við upphaf messunnar en fara síðan til sinna starfa í safnaðarheimiinu. Kaffi, veitinga og spjall á Torginu að messu lokinni. Sr. Örn Bárður [...]
Ljósamessa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn lesa, leiða bænagjörð og tendra ljós. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Lísbet, Ari og Andrea. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Seld verða kerti [...]
Neyðin kennir kirkjum að höggva eigin tré. Í ár verða jólatrén í safnaðarheimilinu og í kór Neskirkju úr eigin garði. Ljómandi falleg tré voru felld í vikunni í grenilundinum austan kirkjunnar. Reyndar þarf að fella fleiri tré, lundurinn þarfnast grisjunar. Fjárekla Neskirkju knýr á öfluga fjármálastjórn og góða fjárnýtingu. Svo er nú alltaf skemmtilegt að [...]
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- og Stúlknakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallson organisti og Hjálmar Örn Agnarsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Ísak Toma, framhaldsskólanemi flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.