Messa 5. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.
Messa kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Samfélag og kaffi eftir messu á Torginu.
Uppstigningardagur. Messa kl. 11. Litli kórinn - kór eldri borgara syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu.
.Þegar kom að því að velja ritningarvers drengsins, völdu þeir það saman, og að baki valinu er leiðbeining og umvöndun föður sem vill dreng sínum vel. ,,Leitið og þér munuð finna” snýst ekki bara um trúnna sagði Jens syni sínum, það á líka við í lífinu. Prédikun Sigurvins Jónssonar á degi barnsins 29. maí er [...]
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurvin Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Í messunni verður Jens Nikulás Quental Jensson, Hjarðarhaga 64 fermdur. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.
Mánudaginn 30. maí kl. 10 hefst skráning fermingarbarna í Neskirkju og verður fram haldið kl. 10-16 alla virka daga. Skrá þarf samtímis námskeið og fermingardag. Sjá nánar!
Leiðin upp í himininn er alltaf niður í gegnum mannheim. Leið elskunnar til Guðs er vegleysa nema um lendur mennskunnar. Himinhopp trúarinnar verða engin nema með því að fara fetið meðal þurfandi manna. Prédikun á ástardeginum 22. maí 2011 er að baki þessari smellu. Þar er einnig hljóðskrá og hægt að hlusta á ræðuna og [...]
Messa og vorferð barnastarfsins kl. 11. Sameiginlegt upphaf en síðan halda börnin út í vorið. Áætluð heimkoma kl. 16. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Toshiki Toma. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu.
Guðþjónusta á vegum Ísfirðingafélagsins kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveinbirni Bjarnasyni. Einsöngvari Þórarinn J. Ólafsson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffiveitingar á vegum félagsins að lokinni guðþjónsta.
Fasta er liðin! Á gleðidögum boðar framtíðarhópur kirkjuþings til málþings á Torgi Neskirkju föstudaginn 20. maí um biskupsþjónustu og framtíð þjóðkirkjunnar. Framundan er vígslubiskupskjör og því tilefni til að ræða um hlutverk hirðisþjónustu kirkjunnar, þróun hennar og framtíð. Þar verður spurt: Hvert stefnir kirkjan? Hvaða máli skipta biskupar? Hvert er hlutverk biskups og vígslubiskupa? Allir [...]
Umsjónarmaður barna- og æskulýðsstarfs Neskirkju er Sigurvin Jónsson. Hann var vígður sem æskulýðsprestur safnaðarins í messu í Dómkirkjunni 15. maí. Fjöldi sóknarfólks úr Nessöfnuði kom til vígsluathafnarinnar og fögnuður Neskirkjufólks var mikill! […]