Fréttir

Haraldur Jónsson sýnir í Neskirkju

Sunnudaginn 2. september verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sýning á innsetningu Haraldar Jónssonar myndlistarmanns sem hann hefur unnið sérstaklega inn í rými kirkjunnar. […]

By |2012-08-31T15:57:59+00:0031. ágúst 2012 15:57|

Messa 19. ágúst

Messa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Fermingarbörn sem er á námskeiði þessa viku munu ganga til altaris í fyrsta sinn í fylgd sinna nánustu.

By |2012-08-17T09:12:23+00:0017. ágúst 2012 09:12|

Fermingarfræðslan í Neskirkju er að hefjast!

Sumarnámskeið hefst með sameiginlegum fundi fermingarbarna og foreldra þeirra eða forsjármanna í Neskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20. (Það er ekki of seint að skrá sig á námskeiðið.) Fundað verður í kirkjunni. Þar verður efni og fræðslufyrirkomulag kynnt. Farið verður einnig yfir samvinnu kirkju og heimilis á þessum undirbúningsvetri. Upplýsingar verða afhentar um efni og [...]

By |2012-08-14T10:40:36+00:0014. ágúst 2012 10:40|

Messa 12. ágúst kl. 11

Ungmenni á norrænu ungmennakóramóti munu syngja í messunni. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Samfélag á Torginu eftir messu. Allir velkomnir í Neskirkju.

By |2012-08-11T13:25:04+00:0011. ágúst 2012 13:25|

22. júlí – messa kl. 11

7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Aðföng og afgangar, forsjón og fyrirhyggja. Hver er staða okkar í lífinu? Þetta og margt annað verður íhugunarefni dagsins. Séra Örn Bárður Jónsson messar. Vertu velmomin/n. Kaffisopi eftir messu og spjall um lífið.

By |2017-04-26T12:23:31+00:0021. júlí 2012 08:07|

Sprengjusaga

Tólf tonna hitatankur í kjallara sprakk og húsið var sem rúst á eftir. Loftið yfir hitaklefanum splundraðist og hæðirnar fyrir ofan. Stór hluti þaksins hvarf út í nóttina. Steypuhlutar úr gólfum og veggjum flugu hátt í loft upp og grófust svo í jörðu þar sem þeir komu niður. En hvað um fólkið í húsinu? Hvaðan [...]

By |2017-04-26T12:23:31+00:008. júlí 2012 12:40|

Hvaðan kemur mér hjálp?

Messsan sunnudaginn 8. júlí, 2012, hefst kl. 11 að venju. Hið óvenjulega er, að hvorki organisti né kór þjóna í messunni. Messuliðirnir eru hefðbundnir en í stað tóns og undirleiks verða messuliðir lesnir. Prédikun verður á sínum stað og altarisgangan sömuleiðis. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson. Eftir messu verður kaffi á Torginu. Messur í Neskirkju [...]

By |2012-07-07T14:11:02+00:007. júlí 2012 14:11|

Hvernig er sjónin?

Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki. Prédikun 1. júlí fjallaði um lífsleikni. Texti og hljóðskrá einnig eru að baki þessari smellu.

By |2017-04-26T12:23:31+00:002. júlí 2012 08:42|

Messa 1. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni. Allir velkomnir.

By |2012-06-30T23:55:55+00:0030. júní 2012 23:55|

Sólarhátíð og heimsljósið

Döggin prédikar. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Messa Jóhannesar minnir á Jesú og jólin – en hvernig? Prédikun Sigurðar Árna á Jónsmessu, 24. júní, er að baki þessari smellu. Þar er [...]

By |2017-04-26T12:23:31+00:0025. júní 2012 12:16|