Fréttir

Messa, Messías og jazz

Messa og barnastarf, sunnudaginn 25. nóvember kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Agnar Már Magnússon leikur jassspuna á píanóið. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng og syngur nokkra kórkafla úr Messías eftir Handel en kórinn flytur verkið 2. og 9. desember n.k. Organisti og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður [...]

By |2012-11-22T13:16:52+00:0022. nóvember 2012 13:16|

MESSÍAS 2. og 9. desember í Neskirkju

Kór Neskirkju æfir af kappi þessa dagana og undirbýr sig undir að flytja óratóríuna Messías eftir G.F. Händel á tvennum tónleikum í Neskirkju í byrjun desember.  Fyrri tónleikarnir eru 2. desember og verða þeir með hefðbundnu sniði en síðari tónleikarnir sunnudaginn 9. desember eru svokallaðir  „sing-along“ tónleikar.  Þá gefst tónleikagestum færi á að syngja með í kórköflum. [...]

By |2017-04-26T12:23:29+00:0022. nóvember 2012 09:35|

„Þetta er spurning um skipulag,“ voru prédikunarviðbrögð þrautreynds forstjóra í messulok. Trúin er ekki utan við lífið heldur varðar allt líf manna, líka skugga, illsku og afbrot. Jesúsagan er líka um okkur. Hvernig er skipulagið? Prédikun á næstsíðasta degi kirkjuársins, 18. nóvember 2012, er að baki þessari smellu.

By |2017-04-26T12:23:29+00:0018. nóvember 2012 14:11|

Messa 18. nóvember

Messa og barnastarf kl. 11. Sameinlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2012-11-15T11:56:16+00:0015. nóvember 2012 11:56|

Opið hús

Í opnu húsi miðvikudaginn 14. nóvember kemur Hljómur, kór eldri borgara og Barnakór Neskirkju kom í heimsókn og syngja nokkur lög. Stjórnandi er Jóhanna Halldórsdóttir. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |2012-11-13T14:10:08+00:0013. nóvember 2012 14:10|

Sund í kirkju!

Framan við kórinn var búið að saga stóran hring í gólfið og koma þar fyrir stórri laug með rennandi vatni. Það var hægt að fara í stóran pott - í kirkju. Á Marteinsmessu var í prédikun íhuguð skírnarskipun Jesú, skírn barna á siðbótartíma og í nútima. Prédikunin 11. nóvember er að baki smellunni.

By |2012-11-12T21:53:50+00:0012. nóvember 2012 21:53|

Bæn á degi gegn einelti 8. nóv. 2012

Kæri Guð sem sérð fólk, skilur og elskar – og tekur þér stöðu með þeim sem líða vegna eineltis. Styrk þau sem eru niðurlægð, vanvirt, hædd, hjálparlaus, misskilin og yfirgefin. Hjálpaðu þeim að treysta þér sem nærfærnum vini sem verndar. Gef okkur augu til að sjá, vitund sem nemur og huga sem skilur. Hjálpa okkur [...]

By |2017-04-26T12:23:30+00:008. nóvember 2012 14:29|

Messa 11.11. kl. 11

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur - kór eldri borgara í Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2012-11-08T13:50:44+00:008. nóvember 2012 13:50|