Fréttir

Kvennasaga Neskirkju á vígsludegi

Pálmasunnudagur er kirkjudagur Neskirkju en hún var vígð til þjónustu árið 1957. Í prédikun dagsins var fjallað um kvennasögu kirkjunnar sem hefur fengið minni athygli en sagan af embættum og húsakosti Neskirkju. Þar segir m.a. „Það er kirkjusögulegt stórslys í lífi þessa safnaðar að kvenfélagið hafi lognast útaf og það er ekkert verkefni brýnna í [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:0029. mars 2015 19:21|

Árshátíð NeDó

Þann 17. mars síðastliðinn hélt Æskulýðsfélagið NeDó árshátíð sína í safnaðarheimili Neskirkju. Það var mjög góð mæting enda góður hópur og frábær matur. Veislustjóri var Kristján Ágústs Kjartansson, framkvæmdastjóri ÆSKR. Krakkarnir komu með ungbarnamyndir af sér sem hengdar voru upp á vegg og áttu þau að finna út hver ætti hvaða mynd en einnig voru [...]

By |2015-03-27T09:30:36+00:0027. mars 2015 09:30|

Saltfiskur

Næsti saltfiskdagur verður n.k. föstudag, 20. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Máltíðin hefst kl. 12 og kostar kr. 1.700.  

By |2017-04-26T12:23:17+00:0019. mars 2015 08:44|

Messa og barnastarf 22. mars

Sunndaginn 22. mars kl. 11:00 er messa og barnastarf í Neskirkju. Hljómur, kór eldri borgara syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurvin, Katrín og Ari leiða barnastarfið. Samfélag á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.  

By |2017-04-26T12:23:17+00:0017. mars 2015 10:04|

Clara Schuman

Krossgötur miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Áslaug Gunnarsdóttir ætlar þessu sinni að kynna fyrir okkur nokkur verka Clöru Schuman með tali og tónum. Kaffiveitingar.  

By |2017-04-26T12:23:17+00:0017. mars 2015 09:26|

Messa sunnudaginn 15. mars

Messa og barnastarf kl. 11.00. Sameiginlegt upphaf. Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur fjallar um andúð á múslimum á Íslandi. Muhammed Emin Kizilkaya og sr. Toshiki Toma leiða sameiginlega bæn. Stúlknakór og kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Andrea, Katrín og Ari. Samfélag á [...]

By |2015-03-12T13:09:38+00:0012. mars 2015 13:09|

Suðrænn saltfiskur

Næsti saltfiskdagur verður n.k. föstudag, 6. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Máltíðin hefst kl. 12 og kostar kr. 1.700.

By |2017-04-26T12:23:17+00:005. mars 2015 13:43|

Bænahefð

Krossgötur miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30. Karl Sigurbjörnsson biskup er kunnur fyrir skrif sín um bænina og mun koma og ræða um bænalífið almennt. Kaffiveitingar.

By |2015-03-02T13:27:10+00:002. mars 2015 13:27|

Fermingarungmenni í Vatnaskógi

Það er fríður hópur ungmenna úr fermingarfræðslu Neskirkju sem dvelur nú í Vatnaskógi. Ferðin er lokasprettur fermingarfræðslunnar og helginni lýkur með guðsþjónustu á sunnudag (1. mars), en þann dag er haldinn æskulýðsdagur kirkjunnar. Meðfylgjandi myndir sýna stuðið í skóginum.

By |2015-02-27T23:15:39+00:0027. febrúar 2015 23:15|

Kóraveisla á góunni

Kór Neskirkju, Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Söngfjelagið, Dómkórinn og Söngsveitin Filharmónía ætla að bjóða upp á hressilega tónleikaveislu laugardaginn 28. febrúar í Seltjarnarneskirkju klukkan 17.  Flutt verða verk frá barrokktímanum til dagsins í dag, íslensk verk í bland við verk frá Eistlandi, Svíþjóð, Japan og Bandaríkjunum. Hver kór syngur nokkur lög og síðan syngja allir fimm kórarnir saman [...]

By |2015-02-26T14:11:49+00:0026. febrúar 2015 14:11|