Það verða sannkölluð barnajól í Neskirkju um hátíðarnar á aðfangadag kl. 16 verður jólastund barnanna í kirkjunni meðan beðið er eftir að jólin verði hringd inn. Stúlknakór Neskirkju syngur. Viðstöddum býðst að taka þátt í að leika jólasöguna og við lifum okkur inn í gleði og hátíð jólanna. Þann 26. desember, annar dagur jóla, kl. 11 verður helgistund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna. Að henni lokinni hefst jólaball sunnudagaskólans þar sem gengið verður í kringum jólatréð og sungið dátt við undirleik Ara Agnarssonar. Góðir gestir kíkja við, gefa börnunum jólaglaðning og skemmta ungum sem öldnum.

Verið velkomin í Neskirkju!