Krossgötur mánudaginn 15. september kl. 13.00. Hjalti Hugason, kirkjusagnfræðingur: Pólitískar hugmyndir Sigurbjörns Einarssonar og Skálholtshugmyndafræðin. Í fyrirlestrinum verður fjallað um pólitísk afskipti Sigurbjörns Einarssonar á viðsjártímum. Einnig verður gerð grein fyrir tengslum þeirra við hugsjónir hans um kirkjulega og þjóðlega endurreisn Skálholts.