Sunnudaginn 5. október eftir messu hefst að nýju Biblíulesturinn í Neskirkju. Fræðslan stendur yfir alla sunnudaga í október og verður fjallað um Lúkasarguðspjall. Fræðslan stendur í klukkustund og boðið er upp á létta hressingu. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um fyrsta kafla guðspjallsins.