Krossgötur kl. 13.00. Sveinn Valgeirsson, Dómkirkjuprestur fjallar um Níkeujátninguna. Liðin eru 1700 frá einu þýðingarmesta þingi sögunnar, kirkjuþinginu í Níkeu 325. Þá lagði Konstantín keisari í Róm það verkefni fyrir biskupa að komast að niðurstöðu í þeim guðfræðilegu ágreiningsmálum sem höfðu einkennt frumkirkjuna. Ekki tókst þó betur til en svo að frekari klofningur varð innan kristninnar. Sá hópur sem stóð eftir kom sér saman um játningu sem er ein af grundvallarjátningum flestra kirkjudeilda. Sr. Sveinn ræðir þessa atburði og fer yfir Níkeujátninguna svo nefndu.