Krossgötur kl. 13.00. Pálmi Jónasson, sagnfræðingur: Jónas Kristjánsson og náttúrulækningar í Hveragerði Jónas Kristjánsson sór þess dýran eið að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Á síðari hluta ævinnar áttu náttúrulækningar hug Jónasar allan. Lífsstarfið var fullkomnað með opnun Heilsuhælisins í Hveragerði á 85 ára afmæli hans. Einstök saga af eldhuga sem barðist fyrir því að deyja frá betri heimi en hann þurfti að takast á við sem barn. Pálmi Jónasson, byggir verkið á aragrúa heimilda og dregur þannig upp eftirminnilega mynd af honum.