Krossgötur 8. september kl. 13.00. Sr. Skúli S. Ólafsson flytur erind sem hann kallar: Kirkjuleg forysta Sigurbjörns biskups Einarssonar. Óhætt er að segja að skipan Sigurbjörns Einarssonar í embætti biskups, árið 1959, hafi markað tímamót í kirkjusögu 20. aldar. Hann átti eftir að hafa víðtæk áhrif á kirkju og íslenskt þjóðlíf. Sjálfur minntist hann þess í ævisögu sinni. Kaffiveitingar.