Á Krossgötum miðvikudaginn 23. september kl. 13:30 ber Rúnar Þorsteinsson prófessor í guðfræði saman kristna kenningu um náungakærleika (þ.e.a.s. í Nýja testamentinu) og stóíska siðfræði í Rómaveldi á 1. og 2. öld með þá spurningu í huga hvort hið fyrrnefnda hafi verið eitthvað einstakt og „nýtt“, eins og stundum er haldið fram.