Á krossgötum sem verða miðvikudaginn 29. apríl kl. 13:30 fáum við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur í heimsókn og fjallar hún um merka konu, Steinunni Jóhannesdóttur Hayes. Steinunn var fyrsta konan sem vígðist til prests á Íslandi en hún var einnig læknir. Steinunn starfaði um aldamótin 1900 í Kína og vann þar merkilegt starf. Að vanda er boðið upp á kaffi og kruðerí og samræður eru alltaf skemmtilegar á Krossgötum!