Útskriftarhópurinn - á myndina vantar Önnu, Ástu, Kötlu, Maríu og Odd

Þann 26.mars síðastliðinn útskrifuðust tæplega 30 unglingar úr Farskóla leiðtogaefna sem er á vegum ÆSKR, ÆSKÞ, Biskupsstofu og Kjalarnessprófastsdæma. Krakkarnir hafa stundað nám við Farskólann í eitt eða tvö ár en skólinn er ætlaður til tveggja ára. Neskirkja sendi inn 7 unglinga í skólann og hafa þeir hjálpað til við barna og unglingastarfið í vetur.

Dögg Hólm Bjarnadóttir og Þorbjörg Erna Mímisdóttir kláruðu seinna árið sitt í farskólanum og eru því útskifaðar allveg úr skólanum.

Anna Karen Pálsdóttir, Ásta Sigríður Arnardóttir, Katla Pálsdóttir, María Kristín Árnadóttir og Oddur Mar Árnason útskrifuðust af fyrra ári og eiga því eftir eitt ár í viðbót.