Unglingarnir í Æskulýðsfélaginu NeDó fóru ásamt öðrum æskulýðsfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Skálholti á Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskóg helgina 14.-16. febrúar. Þetta var í kring um 200 manna mót og var áherslan lögð á umhverfið. Mótið gekk vel og það var margt í boði til að gera. Haldnar voru helgistundir og einnig mætti Andri Snær Magnason til að tala við krakkanna á laugardeginum sem krakkarnir okkar létu vel af. Á laugardeginum var haldin spurningakeppni sem NeDó-ingarnir unnu og lentu þeir einnig í þriðja sæti í atriðakeppni sem haldin var um kvöldið.