Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar var haldið á Selfossi sl helgi og tóku 500 ungmenni og leiðtogar þátt í mótinu. Markmið mótsins að þessu sinni var að safna fé til styrktar börnum sem misstu foreldri í náttúruhamförunum í Japan í mars. Frá Neskirkju og Dómkirkju fóru um 20 þátttakendur auk NeDó leiðtoga sem unnu sjálfboðavinnu á mótinu. Gunnar Óli Markússon sóknarnefndarmaður setti saman svipmyndir af nýafstöðnu móti.