Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju tekur næstu helgi þátt í stærsta viðburði ársins í kristilegu æskulýðsstarfi, Landsmóti ÆSKÞ. Mótið er í ár haldið á Selfossi og eru 500 þátttakendur skráðir á mótið, þar af um 30 ungmenni og leiðtogar frá NeDó. Fyrir mótið sömdu þrjár hæfileikaríkar stúlkur dans sem tekin var upp og verður sýndur á mótinu. Fylgjast má með mótinu á heimasíðu ÆSKÞ.