Við þekkjum það öll
hversu vont það er
að vera lyklalaus og lokuð úti.
Lyklar ljúka upp dyrum
og ný rými og víddir blasa við augum.

Lyklar ljúka líka upp sögum. Sagnaheimur Gamla testamentisins er stór. Hvernig eru þær nú aftur sögurnar í þeirri stóru bók: sköpunarsagan; sagan um Adam og Evu og fall þeirra; sagan um Kain og Abel; um Abraham, Ísak og Jakob; um Jósef og bræður hans; flóttasagan Exódus með Móse í fararbroddi?

Hvað merkja þessar sögur? Hvers vegna lifa þær og eru lyklar að vestrænum bókmenntum, bíómyndum og Bob Dylan?

Eru lyklarnir þínir orðnir gamlir og ryðgaðir? Komdu og mátaðu þá?

Námskeið í Neskirkju fjóra þriðjudaga 11., 18., 25. okt og 1. nóv. kl. 18-21. Prestarnir Örn Bárður og Sigurður Árni munu fjalla um lykilsögur. Matur, fræðsla, spjall. Þú borgar fyrir matinn, annað er frítt.

Skráning hjá Rúnari í s. 511 1560 eða á runar@neskirkja.is