Sunnudagaskóli vetrarins hefur verið vel sóttur og sunnudaginn 22. maí verður honum slitið með vorferð. Sunnudagaskólinn hefst í messu safnaðarins kl. 11 en síðan fara börn og fullorðnir í rútur og er förinni haldið á sveitabæ þar sem eru fjölmörg dýr að klappa. Eftir að dýrunum hefur verið sinnt munum við grilla og leika okkur (í sólinni ). Allir eru velkomnir með í sveitaferðina og kostar 500 krónur á mann.