Maximús Músíkús nefnist hagamús sem að æskulýðsfulltrúi Neskirkju elti uppi í Elliðaárdalnum og er nú á allra vörum í barnastarfi kirkjunnar. Maxi heimsótti fjölsóttann sunnudagaskóla síðastliðinn sunnudag en hann sóttu yfir 80 manns og allir fengu að klappa Maxa. Á mánudag fengu börn í 1. og 2. bekkjarstarfi að hitta smávin kirkjunnar en hann er óvenju gæfur af villtri mús að vera. Maxi fær nafn sitt af mús Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hana þekkja öll börn. Myndir má finna á myndasíðu BaUN.