Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var haldinn sunnudaginn 6. mars. Hlutverk æskulýðsdagsins er að halda á lofti því mikilvæga barna- og unglingastarfi sem unnið er í kirkjum landsins en æskulýðsstarf leggur bókstaflega grunn að framtíð kirkjunnar. Á þriðja hundrað manns lögðu leið sína til messu í Neskirkju. Sigurvin Jónsson, umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju, prédikaði og börn og unglingar úr söfnuðum þjónuðu við messuna. Um kvöldið var síðan unglingamessa á vegum ÆSKR þar sem að ungleiðtogar úr Neskirkju lögðu sitt af mörkum m.a. með þessum gullfallegu myndum af lexíu dagsins úr 3. kafla Prédikarans.