Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar var haldið 15.-17. október síðastliðinn á Akureyri og sóttu á 7. hundrað þátttakendur og leiðtogar víðsvegar að af landinu mótið. Ungleiðtogahópur Neskirkju, NeDó krakkarnir, áttu mikinn þátt í framkvæmd og undirbúningi mótsins auk þess að fríður hópur Fönixinga sótti Landsmót sem þátttakendur. Þema og markmið Landsmóts í ár var að frelsa börn sem hneppt hafa verið í barnaþrælkun á Indlandi og safnaðist fé á mótinu sem að dugar til að skapa um 100 börnum nýtt líf. Yfirskrift mótsins ,,Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað!“ rættist sannarlega á þessum stórkostlega viðburði í íslensku kirkjulífi.