Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Messa 23. september

Messa og barnastarf kl. 11. Líf og gleði í barnastarfinu. Umsjón Katrín, Heba, Jónína og Ari. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Sýning Siggu Bjargar, Blettur, á Torginu í safnaðarheimilinu verður opnuð að messu lokinni og fjallað verður um verkin [...]

By | 20. september 2018 08:33|

Blettur

Sýning Siggu Bjargar, Blettur, opnar á Torginu sunnudaginn 23. september.  Að vanda verða verkin til umfjöllunar í predikun dagsins og í framhaldi af messunni verður sýningin formlega opnuð. Sigga Björg Sigurðardóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Stuttu eftir það flutti hún til Skotlands og útskrifaðist [...]

By | 19. september 2018 10:02|

Draumaprestur!

Krossgötur þriðjudaginn 18. septembar kl. 13.00. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafavogskirkju, fjallar um drauma og merkingu þeirra. Söngur og kaffiveitingar. Í hádeginu eða kl. 12.10 verður boðið upp á bænastund og íhugun í kirkjuskipinu. Einnig má í hádeginu kaupa máltíð á hagstæðu verði.

By | 17. september 2018 01:28|

Messa 16. september

Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Sigfús Kristjánsson. Barnastarfið er á sínum stað. Umsjón Jónína, Katrín og Ari. Samfélag á Torginu að messu lokinni.

By | 13. september 2018 12:51|

Krossgötur: Hjarta landsins!

Krossgötur hefjast að nýju þriðjudaginn 11. september kl. 13. Tómas Guðbjartsson læknir verður fyrsti gestur haustsins og fjallar um lífið og landið undir fyrirsögninni Hjarta landsins! Að venju verður boðið upp á kaffiveitngar og síðan verður efnt til fjöldasöng við undirleik. Í hádeginu eða kl. 12.10 verður boðið upp á bænastundir [...]

By | 10. september 2018 02:09|

Engar áhyggjur? Messa og sunnudagaskóli

"Verið ekki áhyggjufull" er stef í guðspjalli næsta sunnudags og virðist í fljótu bragði stinga í stúf við allt sem við heyrum í fréttum. Þetta verður rætt í predikun dagsins í messu sem hefst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista, prestur er sr. Steinunn [...]

By | 5. september 2018 11:47|

Barnakórar Neskirkju byrja að nýju 5. september

Æfingar hjá barnakórum Neskirkju hefjast að nýju þann 5. september og verða æfingarnar á miðvikudögum í vetur. Stjórnandi er Þórdís Sævarsdóttir, tónlistarkennari. Eldri kór Eldri kór (5. bekkur og eldri) æfir kl. 14.30 og yngri kór (2. – 4. bekkur) kl. 15.30. Þau yngri börn sem eru í Selinu eru [...]

By | 31. ágúst 2018 10:34|

Sunnudagaskólinn hefst 2. september

Þann 2. september er messa kl. 11. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir söng. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Þessi dagur markar einnig upphaf barnastarfs. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Umsjón hafa Jónína [...]

By | 30. ágúst 2018 10:53|

Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi?

Þriðjudaginn 4. september kl. 17.00 flytur Jørn Øyrehagen Sunde, prófessor við lagadeild háskólans í Björgvin erindið :Hvernig breyttu „fjórar dætur Guðs“ Íslandi? Magnús lagabætir, Jónsbók og samfélagsbyltingin á 13. öld Árið 1281 eignuðust Íslendingar sína eigin lögbók, sem kölluðu er Jónsbók. Með lögfestingu hennar má segja að „fjórar dætur Guðs“ [...]

By | 30. ágúst 2018 08:47|

Listamannaspjall: Páll Jakob Líndal ræðir við Daniel Reuter

Að lokinni messu, klukkan 12.00 sunnudaginn 2. september, ræðir dr. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur við listamanninn Daniel Reuter um verk hans sem prýða Torgið í safnaðarheimili Neskirkju. Myndir Reuters lýsa samspili náttúru og manngerðra fyrirbæri og viðfangsefni Páls, umhverfissálfræðin, lætur sig varða stöðu manneskjunnar í umhverfi sínu. Dr. Skúli S. [...]

By | 30. ágúst 2018 08:43|