Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Gróðurmessa 27. maí

Gróðurmessa kl. 11.00. Kór Neskirkju sér um að syngja falleg sumarlög og saman syngjum við sumarsálma. Drengjakór Reykjavíkur syngur einnig nokkur lög. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. 10:00 opnar markaður á kirkjutorgi þar sem blóm, salat og tómatar verða boðnir til sölu fyrir vægt verð og heldur [...]

By | 24. maí 2018 12:15|

Ávaxtatré og vorsöngvar

Annan dag hvítasunnu kl. 18 verðum við í vorskapi í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju ætla að syngja vorsöngva og við gróðursetjum tvö kirsuberjatré. Sr. Steinunn segir frá hinni gyðinglegu hvítasunnuhátíð, viknahátíðinni, sem einnig er kölluð uppskeruhátíð þar sem fyrstu ávöxtunum er fagnað. Léttar og vorlegar veitingar í kirkjunni á [...]

By | 18. maí 2018 04:03|

The Maps of Things

Sunnudaginn 20. maí að lokinni messu kl. 12.30 opnar sýning Daniels Reuter, The Maps of Things, í Safnaðarheimili Neskirkju. Daniel Reuter er fæddur í Þýskalandi árið 1976 og ólst upp í Lúxemborg. Hann er með MFA í ljósmyndun frá University of Hartford, Connecticut í Bandaríkjunum. Árið 2013 sendi hann frá sér [...]

By | 18. maí 2018 10:46|

Hvítasunnan í Neskirkju

Á hvítasunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Eftir guðsþjónustuna verður ný listasýning opnuð á kirkjutorginu. Þetta eru myndir Daniels Reuter og ber sýningin yfirskriftina The Maps of Things. Boðið er upp á léttar veitingar. Á [...]

By | 17. maí 2018 03:05|

Vorið er komið og grundirnar gróa!

Ungmennakórinn Vox Felix heldur vortónleikar í Neskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 20:00. Á þessum tónleikum veðrur mikið stuð og stemning. Lagalistinn er með fjölbreyttu sniði, þar er að finna gamalt efni og nýtt frá íslenskum og erlendum höfundum. Má þar nefna snillinga á borð við Ásgeir Trausta, Stebba og Eyfa, David [...]

By | 15. maí 2018 11:17|

Hulda

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í samvinnu við Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Efnisskrá: Steingrímur Þórhallsson: Hulda (frumflutningur) Ludwig van Beethoven: Fiðlukonsert í D-dúr, opus 61. Stjórnandi: Oliver Kentish. Kórstjóri: Steingrímur Þórhallsson. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran. Einleikari á fiðlu: Hulda Jónsdóttir Verk Steingríms, Hulda, er samið fyrir kór, drengjakór, sópran og hljómsveit.  Verkið er útskriftarverkefni Steingríms í [...]

By | 12. maí 2018 05:10|

Vorhátíð barnastarfs Neskirkju

Sunnudaginn 13. maí kl. 11 verður vorhátíð barnastarfsins haldin. Hátíðin hefst í fjölskylduguðsþjónustu inni í kirkjunni og færist svo út í garð þar sem boðið er upp á grillaðar pylsur og meðlæti, hoppkastala og fleira. Barnakórar syngja í fjölskylduguðsþjónustunni, Sr. Ása Laufey og Sr. Steinunn þjóna, Steingrímur Þórhallsson spilar undir, [...]

By | 8. maí 2018 02:54|

Uppstigningardagur: Guðsþjónusta og kirkjukaffi

Guðþjónusta á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí, kl. 14.00. Prestar kirkjunnar þjóna og Hljómur, kór eldri borgara Neskirkju, syngur undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Veislukaffi á Torginu eftir guðsþjónustu.

By | 8. maí 2018 01:39|

Tónlist á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00. Áslaug Gunnarsdóttir, tónlistarkennari, leikur tónlist eftir tvær konur, Marianne Martinez (1744-1812) og Johanna Senfter (1879-1916). og kynnir höfundana. Kaffi og kruðerí!

By | 7. maí 2018 08:45|

Sr. Örn Bárður þjónar 6. maí – léttur hádegisverður og spjall

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 6. maí. Sr. Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur Nessóknar, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá sr. Ásu Laufeyjar og félaga. Söngur, leikur og [...]

By | 30. apríl 2018 05:22|